Handbolti

Fernandez og Omeyer enn meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Omeyer.
Thierry Omeyer. Nordic Photos / Getty
Meiðsli lykilmanna franska landsliðsins í handbolta hafa sett strik í reikninginn hjá undirbúningi liðsins fyrir EM í Danmörku.

Skyttan Jerome Fernandez og markvörðurinn Thierry Omeyer hafa ekkert getað æft að ráði vegna meiðsla en taka þó þátt í undirbúningnum.

Frakkara taka þátt í fjögurra liða æfingamóti í París um helgina ásamt Danmörku, Katar og Noregi. „Þeir fara með [á æfingamótið í París] og verða með hópnum. Þeir geta þó enn ekki spilað handbolta og halda áfram endurhæfingu sinni,“ sagði Onesta.

Bertrand Gille og Xavier Barrrachet hafa einnig verið frá vegna meiðsla og missa af Parísarmótinu. Onesta er því með „ungan en afar áhugaverðan“ leikmannahóp að þessu sinni.

„Það verður áskorun að mæta þessum liðum um helgina því það tekur tíma að stilla saman strengina. En ég tel að við munum bæta okkur, jafnt og þétt með hverjum leiknum.“

EM í Danmörku hefst þann 12. janúar en Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Spáni og Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×