Körfubolti

NBA í nótt: Pacers tapaði í Kanada

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Indiana Pacers tapaði aðeins sínum sjötta leik á tímabilinu þegar liðið mætti Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Pacers var með bestan árangur allra liða í deildinni fyrir leikinn en stendur nú til jafns við Oklahoma City Thunder, efsta lið Vesturdeildarinnar. Indiana er sem fyrr efst í austrinu.

DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry þrettán stig og fjórtán stoðsendingar. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en liðið er í fjórða sæti Austurdeildarinnar.

Roy Hibbert skoraði sextán stig en lenti í villuvandræðum. Paul George var aðeins með tólf stig en Indiana tapaði boltanum alls tólf stigum í leiknum.



LA Clippers vann Charlotte auðveldlega, 112-85. Blake Griffin fór mikinn og skoraði 31 stig, þar af þrettán stig á síðustu sjö mínútum leiksins. Chris Paul var með sautján stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum.



Úrslit næturinnar:

Washington - Dallas 78-87

Toronto - Indiana 95-82

Minnesota - New Orleans 124-112

Denver - Philadelphia 102-114

LA Clippers - Charlotte 112-85

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×