NBA: Golden State vann áttunda sigurinn í röð á flautukörfu Iguodala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 11:00 Andre Iguodala tryggði Golden State Warriors eins stigs sigur á Atlanta Hawks þegar hann skoraði þriggja stiga flautukörfu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Dallas en missti leikstjórnandann sinn Chris Paul sem fór úr axlarlið. Pau Gasol átti góðan leik í sigri Los Angeles Lakers, Toronto Raptors liðið vann sinn fimmta leik í röð og James Harden skoraði 37 stig í sigri Houston Rockets á New York.Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 101-100 útisigur á Atlanta Hawks en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð. David Lee skoraði 23 stig fyrir Golden State og Klay Thompson var með 21 stig. Atlanta Hawks var fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en það dugði ekki til. Kyle Korver skoraði þriggja stiga körfu í 102. leiknum í röð og bætti enn við NBA-metið sitt.DeAndre Jordan setti persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig í 119-112 sigri Los Angeles Clippers á Dallas Mavericks. Blake Griffin var einnig með 25 stig og Chris Paul skoraði 19 stig áður en hann fór út axlarlið um miðjan þriðja leikhluta. Paul verður væntanlega frá í þrjár til fimm vikur. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas.Pau Gasol var með 23 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 110-99 sigur á Utah Jazz. Kendall Marshall varð sjötti leikmaður Lakers til að byrja sem leikstjórnandi og hann átti fínan leik, skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar. Fjórtán leikmenn hafa nú byrjað leik hjá Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, í vetur. Gordon Hayward skoraði mest fyrir Utah eða 22 stig.DeMar DeRozan skoraði 20 stig og Kyle Lowry var með 19 stig og 11 stoðsendingar þegar Toronto Raptors fagnaði sínum fimmta sigri í röð með því að vinna 101-88 útisigur á Washington Wizards.James Harden var með 37 stig þegar Houston Rockets vann 102-100 sigur á New York Knicks. Aaron Brooks setti niður síðustu stigin af vítalínunni og New York tókst síðan ekki að nýta tvö skot í lokasókninni. Iman Shumpert skoraði 26 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 25 stig.Anthony Davis skoraði 23 stig og tók 9 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 95-92 útisigur á Boston Celtics. Tyreke Evans var með 16 stig og mjög mikilvæga körfu á lokakafla leiksins. Ryan Anderson, leikmaður New Orleans, var hinsvegar borinn af velli eftir samstuð. Þetta var fjórði sigur Pelicans-liðsins í síðustu sex leikjum. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Toronto Raptors 88-101 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 100-101 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 92-95 Houston Rockets - New York Knicks 102-100 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 112-119 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 111-108 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 110-99 NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Andre Iguodala tryggði Golden State Warriors eins stigs sigur á Atlanta Hawks þegar hann skoraði þriggja stiga flautukörfu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Dallas en missti leikstjórnandann sinn Chris Paul sem fór úr axlarlið. Pau Gasol átti góðan leik í sigri Los Angeles Lakers, Toronto Raptors liðið vann sinn fimmta leik í röð og James Harden skoraði 37 stig í sigri Houston Rockets á New York.Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 101-100 útisigur á Atlanta Hawks en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð. David Lee skoraði 23 stig fyrir Golden State og Klay Thompson var með 21 stig. Atlanta Hawks var fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en það dugði ekki til. Kyle Korver skoraði þriggja stiga körfu í 102. leiknum í röð og bætti enn við NBA-metið sitt.DeAndre Jordan setti persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig í 119-112 sigri Los Angeles Clippers á Dallas Mavericks. Blake Griffin var einnig með 25 stig og Chris Paul skoraði 19 stig áður en hann fór út axlarlið um miðjan þriðja leikhluta. Paul verður væntanlega frá í þrjár til fimm vikur. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas.Pau Gasol var með 23 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 110-99 sigur á Utah Jazz. Kendall Marshall varð sjötti leikmaður Lakers til að byrja sem leikstjórnandi og hann átti fínan leik, skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar. Fjórtán leikmenn hafa nú byrjað leik hjá Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, í vetur. Gordon Hayward skoraði mest fyrir Utah eða 22 stig.DeMar DeRozan skoraði 20 stig og Kyle Lowry var með 19 stig og 11 stoðsendingar þegar Toronto Raptors fagnaði sínum fimmta sigri í röð með því að vinna 101-88 útisigur á Washington Wizards.James Harden var með 37 stig þegar Houston Rockets vann 102-100 sigur á New York Knicks. Aaron Brooks setti niður síðustu stigin af vítalínunni og New York tókst síðan ekki að nýta tvö skot í lokasókninni. Iman Shumpert skoraði 26 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 25 stig.Anthony Davis skoraði 23 stig og tók 9 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 95-92 útisigur á Boston Celtics. Tyreke Evans var með 16 stig og mjög mikilvæga körfu á lokakafla leiksins. Ryan Anderson, leikmaður New Orleans, var hinsvegar borinn af velli eftir samstuð. Þetta var fjórði sigur Pelicans-liðsins í síðustu sex leikjum. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Toronto Raptors 88-101 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 100-101 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 92-95 Houston Rockets - New York Knicks 102-100 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 112-119 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 111-108 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 110-99
NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira