Býður einmana fólki heim á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 09:30 Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
„Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk.
Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira