Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. Mynd/NordicPhotos/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira