Máni skorar á Vigdísi Hauks að mæta á Xmas 17. desember 2013 09:00 Pétur Ben segir Loft hafa verið afar svalan og man vel eftir honum úr Garðabænum. „Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira