Álagið vegna London kom Kára Steini í koll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2013 07:30 Kári Steinn segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Hann stefnir hátt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári.fréttablaðið/stefán Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari er reiðubúinn að taka á móti nýju ári með bros á vör eftir rysjótt gengi á árinu sem er að líða. Hann viðurkennir að álagið sem fylgdi því að keppa á Ólympíuleikunum í London hafi reynst honum erfiðara en hann reiknaði með fyrirfram. „Ég er búinn að vera nokkuð óheppinn með meiðsli eftir Ólympíuleikana og framan af þessu ári. Ég varð veikur þar að auki, fékk til dæmis kinnholusýkingu, og náði mér því aldrei almennilega á strik,“ sagði Kári Steinn. Hann keppti á Smáþjóðaleikunum í vor en segist hafa verið algjörlega „flatur“ þar. „Ég náði ekki þeim árangri sem ætla mátti miðað við þá vinnu sem ég hafði lagt í undirbúninginn. Ég var með einkenni ofþjálfunar og fann hversu þreyttur ég var bæði á líkama og sál. Það vantaði alla gleði og hungrið var ekki til staðar,“ bætir hann við. Það var þá sem hann ákvað að breyta um hugsunarhátt og nálgast æfingar sínar á annan máta. „Ég fór að hjóla, synda, lyfta, stunda jóga og taka þátt í fjalla- og utanvegarhlaupum í stað hefðbundinna götuhlaupa. Ég var hörkuduglegur að æfa en gerði það allt öðruvísi en áður.“ Kári Steinn kom sér á kortið sem maraþonhlaupari með því að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Berlín árið 2011. Þá tryggði hann sér um leið þátttökuréttinn á Ólympíuleikunum í London þar sem hann náði góðum árangri. En síðan þá hefur hann ekki hlaupið heilt maraþon. „Það var stefnan að fara aftur til Berlínar á þessu ári en til þess hefði ég þurft að æfa öðruvísi en ég gerði. Það vantaði kílómetra í lappirnar og skrokkinn,“ segir hann en Kári Steinn sneri sér svo aftur að hefðbundnum hlaupaæfingum í september. „Ég fann þá hversu gott ég hafði af æfingunum í sumar. Ég var fullur orku enda hefur mér gengið mjög vel á æfingunum í haust.“Ég fór yfir strikið Hann viðurkennir að hafa líklega gengið of langt í ströngum undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana. „Það er vel þekkt í þessum heimi að setja of mikla orku í svona stórt verkefni eins og Ólympíuleika. Mér finnst ekki ólíklegt að ég hafi hreinlega farið yfir strikið en maður keyrði sig áfram á andlegri orku og þeirri stemningu sem skapaðist í kringum þetta. Maður fékk svo að líða fyrir það eftir leikana og ég hefði þurft meiri hvíld en ég gaf mér. Ég hefði þurft meiri tíma til að vinna í hugarfarinu og finna hungrið á nýjan leik.“Athyglin kom á óvart Kári Steinn segir sjálfur að öll athyglin sem hann fékk vegna Íslandsmetsins í Berlín og síðar þátttöku hans á leikunum í London hafi komið honum á óvart. „Hún var mun meiri en ég gerði mér í hugarlund. Það eru margir hér á landi sem hafa þekkingu á útihlaupum og geta því samsamað sig með manni. Ég hef auðvitað afar gaman af því,“ sagði Kári Steinn. „Svo kom allt fjölmiðlaumstangið, auglýsingar og fleira slíkt. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér á þessum tíma, bæði á æfingunum sjálfum og utan þeirra.“Aldrei verið í betra formi En nú blasir við nýtt ár og Kári Steinn hlakkar til næstu mánaða. Hann náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Frakklandi á dögunum og kom árangurinn þar honum mjög á óvart. „Ég ákvað að skella mér út með fleiri félögum mínum sem voru að taka þátt í hlaupinu því ég taldi það góða æfingu fyrir mig,“ segir Kári Steinn sem var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni. „Það kom mér mjög á óvart og sýndi mér hversu snöggur maður er að komast í rétta formið. Ég er í enn betra formi í dag og tel raunar að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en í dag. Ég hlakka því mikið til komandi mánaða.“Stefni á topp fimmtán á EM Kári Steinn stefnir á þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Zürich næsta sumar. En það er fleira fram undan í vetur. „Ég tek að einhverju leyti þátt í innanhússtímabilinu hér heima og tek svo þátt í götuhlaupunum hér heima. Ég ætla einnig að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í mars. Þar vil ég hlaupa vel – bæta mig og setja met,“ segir Kári Steinn. „Tveimur vikum eftir það er svo á dagskránni að hlaupa maraþon í Rotterdam í Hollandi en þar sem ég hef enn ekki hlaupið heilt maraþon síðan í London tel ég það tímabært nú.“ En stóra markmiðið verður að standa sig vel á EM í Zürich. „Ég geri mér vonir um að blanda mér í hóp fimmtán efstu þar. Ég tel það raunhæft, ef allt gengur upp og heppnin er með mér í liði.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari er reiðubúinn að taka á móti nýju ári með bros á vör eftir rysjótt gengi á árinu sem er að líða. Hann viðurkennir að álagið sem fylgdi því að keppa á Ólympíuleikunum í London hafi reynst honum erfiðara en hann reiknaði með fyrirfram. „Ég er búinn að vera nokkuð óheppinn með meiðsli eftir Ólympíuleikana og framan af þessu ári. Ég varð veikur þar að auki, fékk til dæmis kinnholusýkingu, og náði mér því aldrei almennilega á strik,“ sagði Kári Steinn. Hann keppti á Smáþjóðaleikunum í vor en segist hafa verið algjörlega „flatur“ þar. „Ég náði ekki þeim árangri sem ætla mátti miðað við þá vinnu sem ég hafði lagt í undirbúninginn. Ég var með einkenni ofþjálfunar og fann hversu þreyttur ég var bæði á líkama og sál. Það vantaði alla gleði og hungrið var ekki til staðar,“ bætir hann við. Það var þá sem hann ákvað að breyta um hugsunarhátt og nálgast æfingar sínar á annan máta. „Ég fór að hjóla, synda, lyfta, stunda jóga og taka þátt í fjalla- og utanvegarhlaupum í stað hefðbundinna götuhlaupa. Ég var hörkuduglegur að æfa en gerði það allt öðruvísi en áður.“ Kári Steinn kom sér á kortið sem maraþonhlaupari með því að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Berlín árið 2011. Þá tryggði hann sér um leið þátttökuréttinn á Ólympíuleikunum í London þar sem hann náði góðum árangri. En síðan þá hefur hann ekki hlaupið heilt maraþon. „Það var stefnan að fara aftur til Berlínar á þessu ári en til þess hefði ég þurft að æfa öðruvísi en ég gerði. Það vantaði kílómetra í lappirnar og skrokkinn,“ segir hann en Kári Steinn sneri sér svo aftur að hefðbundnum hlaupaæfingum í september. „Ég fann þá hversu gott ég hafði af æfingunum í sumar. Ég var fullur orku enda hefur mér gengið mjög vel á æfingunum í haust.“Ég fór yfir strikið Hann viðurkennir að hafa líklega gengið of langt í ströngum undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana. „Það er vel þekkt í þessum heimi að setja of mikla orku í svona stórt verkefni eins og Ólympíuleika. Mér finnst ekki ólíklegt að ég hafi hreinlega farið yfir strikið en maður keyrði sig áfram á andlegri orku og þeirri stemningu sem skapaðist í kringum þetta. Maður fékk svo að líða fyrir það eftir leikana og ég hefði þurft meiri hvíld en ég gaf mér. Ég hefði þurft meiri tíma til að vinna í hugarfarinu og finna hungrið á nýjan leik.“Athyglin kom á óvart Kári Steinn segir sjálfur að öll athyglin sem hann fékk vegna Íslandsmetsins í Berlín og síðar þátttöku hans á leikunum í London hafi komið honum á óvart. „Hún var mun meiri en ég gerði mér í hugarlund. Það eru margir hér á landi sem hafa þekkingu á útihlaupum og geta því samsamað sig með manni. Ég hef auðvitað afar gaman af því,“ sagði Kári Steinn. „Svo kom allt fjölmiðlaumstangið, auglýsingar og fleira slíkt. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér á þessum tíma, bæði á æfingunum sjálfum og utan þeirra.“Aldrei verið í betra formi En nú blasir við nýtt ár og Kári Steinn hlakkar til næstu mánaða. Hann náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Frakklandi á dögunum og kom árangurinn þar honum mjög á óvart. „Ég ákvað að skella mér út með fleiri félögum mínum sem voru að taka þátt í hlaupinu því ég taldi það góða æfingu fyrir mig,“ segir Kári Steinn sem var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni. „Það kom mér mjög á óvart og sýndi mér hversu snöggur maður er að komast í rétta formið. Ég er í enn betra formi í dag og tel raunar að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en í dag. Ég hlakka því mikið til komandi mánaða.“Stefni á topp fimmtán á EM Kári Steinn stefnir á þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Zürich næsta sumar. En það er fleira fram undan í vetur. „Ég tek að einhverju leyti þátt í innanhússtímabilinu hér heima og tek svo þátt í götuhlaupunum hér heima. Ég ætla einnig að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í mars. Þar vil ég hlaupa vel – bæta mig og setja met,“ segir Kári Steinn. „Tveimur vikum eftir það er svo á dagskránni að hlaupa maraþon í Rotterdam í Hollandi en þar sem ég hef enn ekki hlaupið heilt maraþon síðan í London tel ég það tímabært nú.“ En stóra markmiðið verður að standa sig vel á EM í Zürich. „Ég geri mér vonir um að blanda mér í hóp fimmtán efstu þar. Ég tel það raunhæft, ef allt gengur upp og heppnin er með mér í liði.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum