Aníta keppir við framtíðarstjörnur Bandaríkjanna í New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu. Innlendar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu.
Innlendar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti