Þú ert ógeð, blikkkarl Sara McMahon skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk. Mögulega hafði Fox nokkuð til síns máls. Þeir kollegar mínir, sem hafa ritað pistla þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði, uppskera oftar en ekki leiðindi fyrir. „Virkir í athugasemdum“ hafa kallað þá illa upp alda, dónalega og vitlausa og einn gekk svo langt að óska þess að pistlahöfundur yrði úti á illa búinni Yaris-bifreið – það mundi kenna honum lexíu. Kaldhæðni er vissulega vandmeðfarin og líklega er óumflýjanlegt að lesendur túlki orð á annan hátt en sá er ritaði þau ætlaði. Þetta gæti verið ástæðan að baki því að broskarlar, fýldir karlar og blikkandi broskarlar reka hverja ritaða setningu á fætur annarri. Þessum körlum er ætlað að lýsa svipbrigðum skrifanda og koma þannig í veg fyrir misskilning. „Þú ert ógeð ;)“ hlýtur með þessu allt aðra merkingu en „þú ert ógeð“. Hið fyrra er augljóslega passíft/agressíft grín, merking seinni setningarinnar er ekki jafn augljós, eða hvað? Þegar ég stundaði nám við HÍ hélt einn kennari minn stutta tölu um þessa karla, eða emoticons eins og þeir kallast á enskri tungu. Hún hélt því fram að ef skrifanda tækist ekki að koma tilfinningum sínum eða tón nógu skýrt fram í textanum án þess að þurfa að styðjast við slíkan karl, þá væri textinn hreinlega ekki nógu góður. Lengst af var ég henni fullkomlega sammála, en í dag tel ég mögulegt að vandinn sé tvískiptur. Gæti verið að lesskilningur fólks hafi tapast í broskarlaflóðinu? Nennir það ekki að leggja merkingu, nema bókstaflega, í broskarlalausan texta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk. Mögulega hafði Fox nokkuð til síns máls. Þeir kollegar mínir, sem hafa ritað pistla þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði, uppskera oftar en ekki leiðindi fyrir. „Virkir í athugasemdum“ hafa kallað þá illa upp alda, dónalega og vitlausa og einn gekk svo langt að óska þess að pistlahöfundur yrði úti á illa búinni Yaris-bifreið – það mundi kenna honum lexíu. Kaldhæðni er vissulega vandmeðfarin og líklega er óumflýjanlegt að lesendur túlki orð á annan hátt en sá er ritaði þau ætlaði. Þetta gæti verið ástæðan að baki því að broskarlar, fýldir karlar og blikkandi broskarlar reka hverja ritaða setningu á fætur annarri. Þessum körlum er ætlað að lýsa svipbrigðum skrifanda og koma þannig í veg fyrir misskilning. „Þú ert ógeð ;)“ hlýtur með þessu allt aðra merkingu en „þú ert ógeð“. Hið fyrra er augljóslega passíft/agressíft grín, merking seinni setningarinnar er ekki jafn augljós, eða hvað? Þegar ég stundaði nám við HÍ hélt einn kennari minn stutta tölu um þessa karla, eða emoticons eins og þeir kallast á enskri tungu. Hún hélt því fram að ef skrifanda tækist ekki að koma tilfinningum sínum eða tón nógu skýrt fram í textanum án þess að þurfa að styðjast við slíkan karl, þá væri textinn hreinlega ekki nógu góður. Lengst af var ég henni fullkomlega sammála, en í dag tel ég mögulegt að vandinn sé tvískiptur. Gæti verið að lesskilningur fólks hafi tapast í broskarlaflóðinu? Nennir það ekki að leggja merkingu, nema bókstaflega, í broskarlalausan texta?