Grunnþjónusta í stað gæluverkefna Kjartan Magnússon skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar