Spornar gegn einelti með sögu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 09:30 Hermann Jónsson, Selma Björk Hermannsdóttir og Björg Jónsdóttir vilja hafa áhrif. fréttablaðið/daníel „Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar. Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Sjá meira
„Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar.
Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Sjá meira