Kvennalið Fram heldur í dag til Ungverjalands þar sem framundan eru tveir leikir við heimakonur í Köfem Sport Club í 3. umferð EHF-bikarsins. Fram vann sannfærandi sigur á liði Olympia frá London í 2. umferð en báðir leikirnir fóru fram hér á landi.
Framarar, sem urðu Íslandsmeistarar í vor, þekkja ágætlega til ungversku mótherjanna. Liðin mættust fyrir tveimur árum í Evrópukeppni bikarhafa en þá notaðist liðið við nafnið Alcoa FKC. Líkt og nú fóru báðir leikirnir fram ytra og unnu Ungverjarnir fjórtán marka sigur samanlagt.
Köfem situr í 5. til 6. sæti efstu deildar og verður vafalítið við ramman reip að draga fyrir Safamýrarstúlkur því ungverska kvennadeildin þykir afar öflug.
Sem dæmi um styrkleika deildarinnar má nefna lið eins og Györi sem er taplaust í sínum riðli í meistaradeild Evrópu í vetur.
Fyrri leikurinn fer fram á föstudaginn klukkan 17 að íslenskum tíma. Sá síðari verður á laugardaginn klukkan 14.
Erfiður tvíhöfði hjá Framkonum í Ungverjalandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti