XL heillar Evrópubúa 8. nóvember 2013 08:30 Marteinn verður á ferðalagi næstu átta daga. Fréttablaðið/Stefán „Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“ Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira