Regnbogalisti í vor Stefán Jón Hafstein skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun