Þrumuguðinn Þór kemur til bjargar Sara McMahon skrifar 30. október 2013 22:00 Chris Hemsworth fer með hlutverk þrumuguðsins Þórs í kvikmyndinni Thor: The Dark World. Ævintýramyndin Thor: The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi annað kvöld. Ástralinn Chris Hemsworth bregður sér aftur í hlutverk þrumuguðsins Þórs, sem þarf að glíma við fornan fjanda sem vill eyða veröld guðanna. Til að brjóta hinn illa Malekith á bak aftur þarf Þór að leita aðstoðar goðsins Loka, en á milli þeirra ríkir lítið traust sem gæti verið þrándur í götu friðar. Leikstjóri myndarinnar er Alan Taylor og auk Hemsworth fara Natalie Portman, Tom Hiddleston, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgård og Idris Elba með helstu hlutverk.Tökulið var sent til Íslands til þess að taka loftmyndir af Dettifossi frá ólíkum sjónarhornum. Myndefnið var notað sem grunnur fyrir fossana í Ásgarði. Tökur fóru einnig fram í Dómadal, við Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og á Skeiðarársandi. Um 30 hamrar voru smíðaðir fyrir kvikmyndina. Aðalhamarinn var smíðaður úr áli en aðrir hamrar voru ýmist þyngri eða léttari og voru þeir léttustu notaðir í hvers kyns brellur. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Hálendi Íslands þótti kjörið fyrir dimma veröld Svartálfaheima. Myndin gekk undir heitinu Thursday Morning á meðan á tökum stóð. Thursday, eða fimmtudagur, er kenndur við þrumuguðinn Þór. Leikstjórinn Patty Jenkins átti upphaflega að taka að sér að leikstýra myndinni. Hún hætti við vegna listræns ágreinings og þótti Natalie Portman, aðalleikkonu myndarinnar, það svo miður að hún neitaði að taka að sér hlutverk í myndinni. Hún varð þó að snúa aftur sem Jane Foster vegna samningsins sem hún hafði gert við framleiðslufyrirtækið. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ævintýramyndin Thor: The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi annað kvöld. Ástralinn Chris Hemsworth bregður sér aftur í hlutverk þrumuguðsins Þórs, sem þarf að glíma við fornan fjanda sem vill eyða veröld guðanna. Til að brjóta hinn illa Malekith á bak aftur þarf Þór að leita aðstoðar goðsins Loka, en á milli þeirra ríkir lítið traust sem gæti verið þrándur í götu friðar. Leikstjóri myndarinnar er Alan Taylor og auk Hemsworth fara Natalie Portman, Tom Hiddleston, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgård og Idris Elba með helstu hlutverk.Tökulið var sent til Íslands til þess að taka loftmyndir af Dettifossi frá ólíkum sjónarhornum. Myndefnið var notað sem grunnur fyrir fossana í Ásgarði. Tökur fóru einnig fram í Dómadal, við Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og á Skeiðarársandi. Um 30 hamrar voru smíðaðir fyrir kvikmyndina. Aðalhamarinn var smíðaður úr áli en aðrir hamrar voru ýmist þyngri eða léttari og voru þeir léttustu notaðir í hvers kyns brellur. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Hálendi Íslands þótti kjörið fyrir dimma veröld Svartálfaheima. Myndin gekk undir heitinu Thursday Morning á meðan á tökum stóð. Thursday, eða fimmtudagur, er kenndur við þrumuguðinn Þór. Leikstjórinn Patty Jenkins átti upphaflega að taka að sér að leikstýra myndinni. Hún hætti við vegna listræns ágreinings og þótti Natalie Portman, aðalleikkonu myndarinnar, það svo miður að hún neitaði að taka að sér hlutverk í myndinni. Hún varð þó að snúa aftur sem Jane Foster vegna samningsins sem hún hafði gert við framleiðslufyrirtækið.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira