Skúmaskot netheima heimsótt Sara McMahon skrifar 23. október 2013 22:00 Alexander Skarsgård og Paula Patton fara með hlutverk ungra hjóna sem lenda í klóm netsvindlara í kvikmyndinni Disconnected. Kvikmyndin Disconnect er í leikstjórn Henry Alex Rubin og spinnur saman þrjár sögur af einstaklingum sem glíma við ólík vandamál sem rekja má til gegndarlausrar netnotkunar nútímamannsins. Saga Boyd-fjölskyldunnar er ein þeirra þriggja sagna sem sagðar eru. Táningssonur hjónanna er lagður í einelti á netinu sem hefur þær afleiðingar að pilturinn reynir að stytta sér aldur og er fluttur í dauðadái á sjúkrahús. Fjölskyldufaðirinn, Rich Boyd sem leikinn er af Jason Bateman, hyggst finna eineltisseggina í fjöru þrátt fyrir mótbárur eiginkonu sinnar. Þá er sagt frá föður annars drengsins sem stendur á bak við eineltið, en sá er leynilögreglumaður sem er fenginn til að komast að því hver hefur nýtt netupplýsingar ungra hjóna í þeim tilgangi að ræna þau. Loks er saga fjölmiðlakonunnar Ninu Dunham, sem leikin er af Andreu Riseborough, rakin. Dunham hyggst fjalla um strípiþjónustu sem þrífst á netinu og kemst í samband við ungan mann sem starfar á síðunni en gerist um leið sek um lögbrot.Vinsæll auglýsingaleikstjóri Með helstu hlutverk fara Jason Bateman, Hope Davis, Frank Grillo, Andrea Riseborough, Paula Patton, sem er eiginkona söngvarans Robins Thicke, Michael Nyqvist, sem fór með hlutverk Mikaels Blomkvist í Millenium-þríleiknum, Alexander Skarsgård, Max Thieriot og fatahönnuðurinn Marc Jacobs, sem þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu. Disconnect er fyrsta kvikmynd Rubins, en hann hefur hingað til aðallega fengist við auglýsingaleikstjórn og er í hópi fimm vinsælustu auglýsingaleikstjóra heims í dag. Rubin hefur unnið Ljónið í Cannes 22 sinnum og unnið til fimm Clio-verðlauna á síðustu fjórum árum. Kvikmyndin hefur fengið ágæta dóma og hlýtur meðal annars 64 stig af hundrað í einkunn á vefsíðunni Metacritic og 7,5 í á IMDb. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Disconnect er í leikstjórn Henry Alex Rubin og spinnur saman þrjár sögur af einstaklingum sem glíma við ólík vandamál sem rekja má til gegndarlausrar netnotkunar nútímamannsins. Saga Boyd-fjölskyldunnar er ein þeirra þriggja sagna sem sagðar eru. Táningssonur hjónanna er lagður í einelti á netinu sem hefur þær afleiðingar að pilturinn reynir að stytta sér aldur og er fluttur í dauðadái á sjúkrahús. Fjölskyldufaðirinn, Rich Boyd sem leikinn er af Jason Bateman, hyggst finna eineltisseggina í fjöru þrátt fyrir mótbárur eiginkonu sinnar. Þá er sagt frá föður annars drengsins sem stendur á bak við eineltið, en sá er leynilögreglumaður sem er fenginn til að komast að því hver hefur nýtt netupplýsingar ungra hjóna í þeim tilgangi að ræna þau. Loks er saga fjölmiðlakonunnar Ninu Dunham, sem leikin er af Andreu Riseborough, rakin. Dunham hyggst fjalla um strípiþjónustu sem þrífst á netinu og kemst í samband við ungan mann sem starfar á síðunni en gerist um leið sek um lögbrot.Vinsæll auglýsingaleikstjóri Með helstu hlutverk fara Jason Bateman, Hope Davis, Frank Grillo, Andrea Riseborough, Paula Patton, sem er eiginkona söngvarans Robins Thicke, Michael Nyqvist, sem fór með hlutverk Mikaels Blomkvist í Millenium-þríleiknum, Alexander Skarsgård, Max Thieriot og fatahönnuðurinn Marc Jacobs, sem þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu. Disconnect er fyrsta kvikmynd Rubins, en hann hefur hingað til aðallega fengist við auglýsingaleikstjórn og er í hópi fimm vinsælustu auglýsingaleikstjóra heims í dag. Rubin hefur unnið Ljónið í Cannes 22 sinnum og unnið til fimm Clio-verðlauna á síðustu fjórum árum. Kvikmyndin hefur fengið ágæta dóma og hlýtur meðal annars 64 stig af hundrað í einkunn á vefsíðunni Metacritic og 7,5 í á IMDb.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira