Solla Eiríks: Lengi langað til að standa meira á haus Sara McMahon skrifar 22. október 2013 07:00 Sólveig Eiríksdóttir veitingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið/stefán „Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“ Meistaramánuður Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“
Meistaramánuður Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira