Daníel Berg Grétarsson mun ekki leika meira með HK í Olís-deild karla í handknattleik á tímabilinu. Leikmaðurinn sleit krossbönd í annað sinn á ferlinum í leik á dögunum gegn sínum gömlu liðsfélögum í Fram.
Daníel sleit krossband í hné og skaddaði einnig liðband.
„Ég sagði strax við þjálfarann og alla í kringum liðið að ég væri hættur eftir þetta,“ sagði Daníel Berg.
„Svo þegar tíminn líður og maður áttar sig á því að það sé alltaf möguleiki á því að komast aftur út á gólfið vill maður ekki endanlega leggja skóna á hilluna.“
Daníel hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og varla náð heilu tímabili með meistaraflokki.
„Ég ætlaði mér að ná langt í handboltanum. Þegar ég var yngri fannst mér eins og ég væri óstöðvandi og enginn gæti snert mig. Það var alltaf markmiðið að komast í þýsku úrvalsdeildina og gerast atvinnumaður. Ég hafði hæfileikann en heppnin hefur einfaldlega ekki verið með mér síðustu ár.“
Ætlaði fyrst að hætta í handbolta
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn



Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið
Enski boltinn

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


