Tökur fóru fram í risavöxnu málmhylki Sara McMahon skrifar 17. október 2013 10:00 Sandra Bullock fer með hlutverk geimfara í spennumyndinni Gravity eftir leikstjórann Alfonso Cuarón. Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, verður frumsýnd annað kvöld. Á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna og varð því aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Gravity segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst. Nýliðinn Ryan Stone þeytist út í tómið og kollegi hennar Matt Kowalski fer á eftir henni. Þau ná aftur til skutlunnar en þurfa að taka á honum stóra sínum eigi þau að lifa af því takmarkaðar súrefnisbirgðir eru eftir í skutlunni. Sandra Bullock og George Clooney eru einu leikarar myndarinnar sem eru í mynd. Ed Harris, Paul Sharma, Amy Warren og Basher Savage ljá öðrum persónum myndarinnar raddir sínar.Búrið hennar Söndru Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón sem leikstýrt hefur myndum á borð við A Little Princess frá 1995, Y Tu Mamá También, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Children of Men. Cuarón skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt syni sínum, Jonás Cuarón. Leikstjórinn er góðvinur Guillermos del Toro og Alejandros González Iñárritu og ganga þremenningarnir gjarnan undir nafninu The Three Amigos of Cinema innan kvikmyndabransans. Flestar tökur með leikkonunni Söndru Bullock fóru fram innan í risavöxnu málmhylki. Tók það leikkonuna töluverðan tíma að komast inn í og út úr hylkinu og því dvaldi hún þar inni í allt að tíu klukkustundir dag hvern. Leikstjórinn og annað samstarfsfólk Bullock reyndu að gera hylkið, sem gekk undir nafninu búr Sandy, eins huggulegt og unnt var til að koma í veg fyrir að leikkonan fengi kvíðakast eða innilokunarkennd á meðan hún hírðist í hylkinu. Tökuliðið brá meðal annars á það ráð að halda teiti í hvert sinn sem Bullock mætti til vinnu svo hún væri andlega tilbúin fyrir hylkið. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, verður frumsýnd annað kvöld. Á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna og varð því aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Gravity segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst. Nýliðinn Ryan Stone þeytist út í tómið og kollegi hennar Matt Kowalski fer á eftir henni. Þau ná aftur til skutlunnar en þurfa að taka á honum stóra sínum eigi þau að lifa af því takmarkaðar súrefnisbirgðir eru eftir í skutlunni. Sandra Bullock og George Clooney eru einu leikarar myndarinnar sem eru í mynd. Ed Harris, Paul Sharma, Amy Warren og Basher Savage ljá öðrum persónum myndarinnar raddir sínar.Búrið hennar Söndru Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón sem leikstýrt hefur myndum á borð við A Little Princess frá 1995, Y Tu Mamá También, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Children of Men. Cuarón skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt syni sínum, Jonás Cuarón. Leikstjórinn er góðvinur Guillermos del Toro og Alejandros González Iñárritu og ganga þremenningarnir gjarnan undir nafninu The Three Amigos of Cinema innan kvikmyndabransans. Flestar tökur með leikkonunni Söndru Bullock fóru fram innan í risavöxnu málmhylki. Tók það leikkonuna töluverðan tíma að komast inn í og út úr hylkinu og því dvaldi hún þar inni í allt að tíu klukkustundir dag hvern. Leikstjórinn og annað samstarfsfólk Bullock reyndu að gera hylkið, sem gekk undir nafninu búr Sandy, eins huggulegt og unnt var til að koma í veg fyrir að leikkonan fengi kvíðakast eða innilokunarkennd á meðan hún hírðist í hylkinu. Tökuliðið brá meðal annars á það ráð að halda teiti í hvert sinn sem Bullock mætti til vinnu svo hún væri andlega tilbúin fyrir hylkið.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira