Besta októberfrumsýning frá upphafi Sara McMahon skrifar 9. október 2013 23:00 Sú tekjuhæsta Spennumyndin Gravity er tekjuhæsta myndin sem frumsýnd er í október frá upphafi. Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Samkvæmt vefritinu Deadline er Gravity aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Á frumsýningarhelginni einni saman halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna. Gravity sló þar með gamalt met teiknimyndarinnar Shark Tale sem frumsýnd var árið 2004 og þénaði 5,7 milljarða fyrstu sýningahelgina. Þetta er jafnframt besta frumsýningarhelgi sem aðalleikarar myndarinnar hafa átt á ferli sínum. Fram að þessu voru The Blind Side og The Proposal tekjuhæstu kvikmyndir Bullock, þær höluðu inn rúmlega 4 milljörðum hvor. Batman & Robin var aftur á móti tekjuhæsta kvikmynd Clooney, með um 5 milljarða í tekjur. Gravity er spennutryllir í leikstjórn Alfonso Cuarón. Myndin segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst í miðjum leiðangri. Daði Einarsson er einn af mönnunum á bak við útlit geimmyndarinnar og starfaði hann náið með leikstjóranum við gerð hennar. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Samkvæmt vefritinu Deadline er Gravity aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Á frumsýningarhelginni einni saman halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna. Gravity sló þar með gamalt met teiknimyndarinnar Shark Tale sem frumsýnd var árið 2004 og þénaði 5,7 milljarða fyrstu sýningahelgina. Þetta er jafnframt besta frumsýningarhelgi sem aðalleikarar myndarinnar hafa átt á ferli sínum. Fram að þessu voru The Blind Side og The Proposal tekjuhæstu kvikmyndir Bullock, þær höluðu inn rúmlega 4 milljörðum hvor. Batman & Robin var aftur á móti tekjuhæsta kvikmynd Clooney, með um 5 milljarða í tekjur. Gravity er spennutryllir í leikstjórn Alfonso Cuarón. Myndin segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst í miðjum leiðangri. Daði Einarsson er einn af mönnunum á bak við útlit geimmyndarinnar og starfaði hann náið með leikstjóranum við gerð hennar.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein