Skattheimta og skipulagsvald til verktaka Ögmundur Jónasson skrifar 9. október 2013 06:00 Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun