Gleðilegan Meistaramánuð Þorsteinn, Magnús og Jökull og stofnendur Meistaramánuðar skrifa 1. október 2013 11:30 Þorsteinn Kári Jónsson, Magnús Berg Magnússon og Jökull Auðunsson. Meistaramánuðurinn varð upphaflega til árið 2008 þar sem tveir háskólanemar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig rækilega á fyrir prófin og lifa eins og meistarar í heilan mánuð. Markmiðin voru einföld; drekka ekkert áfengi, borða eins og hellisbúar (e. paleo diet), fara út á strönd að hlaupa alla virka morgna og vera mættir á lesstofuna í skólanum fyrir klukkan átta. Það var einhver meistaraleg tilfinning að vera búinn að koma svona miklu í verk snemma morguns og horfa á grútsyfjaða skólafélagana tínast inn með stírur í augunum. Með árunum hefur meistaramánuðurinn þróast mikið. Við erum ekki lengur bara tveir og núna snýst meistaramánuður um miklu meira en bara mataræði og hreyfingu. Meistaramánuðurinn á að snúast um hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur, hvað við getum gert til þess að láta okkur líða betur alla aðra daga og hvað það er í okkar fari sem við þurfum að bæta. Við getum öll bætt eitthvað, svo mikið er víst, og meistaramánuðurinn er tilvalinn til að taka á þeim hlutum. Það sem gerir meistaramánuðinn betri en aðra mánuði til þess að tækla þessa hluti er það að við höfum stuðningsnet frá þúsundum annarra þátttakenda. Við aðstandendur meistaramánaðar erum engir næringarfræðingar eða líkamsræktarfrömuðir og alls ekki fullkomnir. Okkur finnst gaman að reyna að bæta okkur og takast á við áskoranir og ef fólk er tilbúið að gera það með okkur er það frábært. Hvort sem þú ætlar að nota meistaramánuðinn til þess að hreyfa þig meira, taka mataræðið í gegn, hætta að reykja, lesa bók, hitta fjölskylduna oftar, hætta að naga neglurnar, vera jákvæðari eða taka betur til heima hjá þér vonum við að þú njótir hans og hugsir fyrst og fremst um að láta þér líða vel. Hér fyrir neðan finnurðu dagatal sem þú getur prentað út og skrifað markmiðin þín á, hollráð fyrir mánuðinn, hlaupaáætlanir og fleira. Styrkur og sæmd.Skráðu þig í Meistaramánuðinn hér.Dagatal fyrir Meistaramánuð sem tilvalið er að prenta út.10 hollráð fyrir Meistaramánuð 1. Skrifaðu markmiðin þín niður og hengdu á ísskápinn eða einhvers staðar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. Margir setja líka upp bloggsíðu á meðan mánuðinum stendur og deila með okkur hinum hvernig markmiðin ganga. 2. Ekki setja þér of mörg markmið. Hafðu markmiðin skýr og raunhæf og ákveddu hvenær þú ætlar að klára hvert og eitt markmið. 3. Umkringdu þig öðrum meisturum og fáðu vini og fjölskyldu með í Meistaramánuð. Það eykur líkurnar á árangri margfalt. 4. Ef þú ert að breyta mataræðinu skipuleggðu þá vikuna vel og kauptu í matinn fyrir alla vikuna. Það getur verið erfitt að standast freistingarnar svöng/svangur í búðinni. 5. Ekkert blund! Stilltu vekjaraklukkuna fyrir alla vikuna og stattu við það frá fyrsta degi. Ef fyrsti dagurinn er erfiður verður bara auðveldara að sofna fyrr um kvöldið. 6. Ef þú gleymir þér einu sinni, ekki láta það eyðileggja allan mánuðinn. Byrjaðu strax aftur. 7. Brostu til fólksins í kringum þig, það er ágætis vani. 8. Ekki setja þér bara markmið tengd heilsurækt. Notaðu tækifærið og tæklaðu það sem þú hefur alltaf ætlað að gera en hefur af einhverjum ástæðum frestað. 9. Komdu þér út fyrir þægindahringinn og lærðu eitthvað nýtt. Skráðu þig á námskeið eða reyndu eitthvað sem þú hefur alltaf haldið að þú gætir ekki. 10. Lifðu áfram eins og meistari. Taktu það besta úr Meistaramánuði með þér inn í hina mánuðina. 31 dagur er nógu langur tími til að búa til góða venju.Spurt og svaraðMælið þið með einhverju sérstöku mataræði? Í gegnum tíðina höfum við mælt með Paleo mataræðinu svokallaða. Í Paleo mataræðinu sleppir maður öllum sykri, hveiti og mjólkurvörum. Í staðin borðar maður nóg af kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Á netinu er hægt að nálgast fjölmargar bækur og greinar um mataræðið og mælum við með að þið kynnið ykkur það betur. Hvort sem þú ferð á Paleo mataræði eða ekki hvetjum við þig til þess að fara út fyrir þægindahringinn í mataræðinu og taka til dæmis út sykraðar matar- og drykkjarvörur.Hvað með áfengi? Við mælum með því að fólk sleppi áfengi alfarið. Einsog það getur verið gaman að fá sér í glas með vinunum þá er áfengisneysla líka lífstíll sem auðvelt er að breyta. Það getur verið erfitt að vera sá eini af vinunum sem hættir að drekka og því er tilvalið að menn leggist á eitt í Meistaramánuðinum og prufi þetta í sameiningu. Að detta í það um hverja helgi er alls ekki gott fyrir líkamann og því er tilvalið að nota þennan mánuð til þess að hvíla í það minnsta lifrina örlítið. Það hefur líka stórkostlega góð áhrif á budduna að hætta áfengisneyslu um stund. Byrjaðu hægt og leitaðu góðra ráða hjá fagfólki, kunningjum þínum eða hreinlega með því að kynna þér þetta á netinu. Sumar líkamsræktarstöðvar eru með byrjendanámskeið til dæmis. Það gæti verið tilvalin byrjun. Inn á Facebook-síðu Meistaramánaðarins munum við setja inn tengla á hlaupa- og sundæfingaplön og jafnvel eitthvað fleira sem gæti hjálpað.En kostar þetta ekki alltof mikinn pening? Meistaramánuðurinn á ekki að þurfa að kosta krónu með gati. Í fyrsta skipti sem Meistaramánuðurinn var haldinn tóku aðeins sárafátækir háskólanemar þátt og nutu þess að gera ódýru og einföldu hlutina saman. Hvort sem það er að fara út að skokka, læra að hnýta flugur, elda meira með fólkinu sem manni þykir gott að vera með eða að hætta að keyra í vinnuna verður hver og einn að finna sér markmið við sitt hæfi. Það á jafnt við um fjárhag, aldur, staðsetningu og alla aðra hluti sem marka lífsstíl þinn.Ég get ekki vaknað snemma á morgnana, hvað á ég að gera? Flestum ef ekki öllum þykir erfitt að vakna þreyttir á morgnana, enda er þetta einn af þessum hlutum sem fólk þarf að venja sig á. Gott ráð til þess að koma sér upp úr morgunmyglunni fljótt og örugglega er að hugsa ekki um það að fara á fætur sem fyrstu athöfn dagsins heldur að vakna alltaf og byrja á því að fá sér stórt vatnsglas. Bæði þarf líkaminn oft vatn eftir átta tíma svefn og einnig er ágætt að sleppa því hreinlega að snúsa eða að velta deginum fyrir sér og byrja hann tafarlaust á einhverju sem gerir þér gott.' Byrjaðu hægt og leitaðu góðra ráða hjá fagfólki, kunningjum þínum eða hreinlega með því að kynna þér þetta á netinu. Sumar líkamsræktarstöðvar eru með byrjendanámskeið til dæmis. Það gæti verið tilvalin byrjun. Inn á Facebook-síðu Meistaramánaðarins munum við setja inn tengla á hlaupa- og sundæfingaplön og jafnvel eitthvað fleira sem gæti hjálpað.Hvað þarf ég að gera til þess að taka þátt í Meistaramánuði? Í raun þarftu ekkert nema viljann og metnaðinn til að setja þér markmið fyrir einn mánuð og standa við þau. Við mælum með því að þú skráir þig til leiks á www.meistaramanudur.is og fáir sem flesta vini, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga til að taka þátt með þér. Svo þarftu bara að skrifa markmiðin niður. Þegar nær dregur meistaramánuði sendum við út dagatal sem þú getur skrifað markmiðin á.Er þetta ekki bara enn eitt átakið eins og áramótaátakið sem ég stend aldrei við? Meistaramánuðurinn á ekki að vera átak heldur upphafið á breytingu lífs þíns til hins betra. Meistaramánuðurinn snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka til í mataræðinu heldur líka litlu hlutina eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér alltaf að lesa. Notum tækifærið og lítum í eigin barm. Er ekki eitthvað sem við megum bæta í okkar fari? Er ekki eitthvað sem okkur langar að sigrast á í eitt skipti fyrir öll?10 Meistaraáskoranir 1. Vertu jákvæð(ur) og snúðu öllu neikvæðu í kringum þig þér í vil. 2. Finndu þér hreyfingu við hæfi. Það er alveg ókeypis að fara út að hlaupa og kostar lítið að synda í sundlaugunum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Svo eru margar líkamsræktarstöðvar með byrjendanámskeið. 3. Taktu til í mataræðinu. Prófaðu að taka til dæmis allar sykraðar vörur út. Skoðaðu innihaldslýsingarnar, sykur leynist mun víðar en þig grunar! 4. Berðu virðingu fyrir náunganum. Ef þú hefur ekkert gott um hann að segja, slepptu þá að segja eitthvað um hann. 5. Hugsaðu vel og vandlega hvar þú sérð þig eftir fimm ár. Sæktu um draumastarfið í Meistaramánuðinum! 6. Reyndu að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Heimsæktu ömmu gömlu og bjóddu börnunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 7. Finndu þér góða bók og lestu nokkrar blaðsíður á dag. Þú gætir til dæmis byrjað á ævisögu einhvers sem þú lítur upp til. 8. Samkvæmt Gandhi er besta leiðin til breytingar að byrja á sjálfum sér. Ekki ljúga að sjálfum þér né öðrum í heilan mánuð. 9. Skrifaðu aðgerðalista fyrir hvern dag. Það hjálpar þér að skipuleggja þig og koma hlutunum í verk. 10. Hringdu í gamlan vin og bókaðu hann í hádegismat í mánuðinum.Sjónvarpsþættir tileinkaðir Meistaramánuðinum hófu göngu sína á Stöð 2 á fimmtudaginn. Þar var meðal annars leitað ráða hjá fólki sem þykir hafa náð langt í lífi og starfi. Meistaramánuðurinn verður sýndur í opinni dagskrá næstu fimmtudaga á Stöð 2 og Vísi.Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Meistaramánuður Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Sjá meira
Meistaramánuðurinn varð upphaflega til árið 2008 þar sem tveir háskólanemar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig rækilega á fyrir prófin og lifa eins og meistarar í heilan mánuð. Markmiðin voru einföld; drekka ekkert áfengi, borða eins og hellisbúar (e. paleo diet), fara út á strönd að hlaupa alla virka morgna og vera mættir á lesstofuna í skólanum fyrir klukkan átta. Það var einhver meistaraleg tilfinning að vera búinn að koma svona miklu í verk snemma morguns og horfa á grútsyfjaða skólafélagana tínast inn með stírur í augunum. Með árunum hefur meistaramánuðurinn þróast mikið. Við erum ekki lengur bara tveir og núna snýst meistaramánuður um miklu meira en bara mataræði og hreyfingu. Meistaramánuðurinn á að snúast um hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur, hvað við getum gert til þess að láta okkur líða betur alla aðra daga og hvað það er í okkar fari sem við þurfum að bæta. Við getum öll bætt eitthvað, svo mikið er víst, og meistaramánuðurinn er tilvalinn til að taka á þeim hlutum. Það sem gerir meistaramánuðinn betri en aðra mánuði til þess að tækla þessa hluti er það að við höfum stuðningsnet frá þúsundum annarra þátttakenda. Við aðstandendur meistaramánaðar erum engir næringarfræðingar eða líkamsræktarfrömuðir og alls ekki fullkomnir. Okkur finnst gaman að reyna að bæta okkur og takast á við áskoranir og ef fólk er tilbúið að gera það með okkur er það frábært. Hvort sem þú ætlar að nota meistaramánuðinn til þess að hreyfa þig meira, taka mataræðið í gegn, hætta að reykja, lesa bók, hitta fjölskylduna oftar, hætta að naga neglurnar, vera jákvæðari eða taka betur til heima hjá þér vonum við að þú njótir hans og hugsir fyrst og fremst um að láta þér líða vel. Hér fyrir neðan finnurðu dagatal sem þú getur prentað út og skrifað markmiðin þín á, hollráð fyrir mánuðinn, hlaupaáætlanir og fleira. Styrkur og sæmd.Skráðu þig í Meistaramánuðinn hér.Dagatal fyrir Meistaramánuð sem tilvalið er að prenta út.10 hollráð fyrir Meistaramánuð 1. Skrifaðu markmiðin þín niður og hengdu á ísskápinn eða einhvers staðar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. Margir setja líka upp bloggsíðu á meðan mánuðinum stendur og deila með okkur hinum hvernig markmiðin ganga. 2. Ekki setja þér of mörg markmið. Hafðu markmiðin skýr og raunhæf og ákveddu hvenær þú ætlar að klára hvert og eitt markmið. 3. Umkringdu þig öðrum meisturum og fáðu vini og fjölskyldu með í Meistaramánuð. Það eykur líkurnar á árangri margfalt. 4. Ef þú ert að breyta mataræðinu skipuleggðu þá vikuna vel og kauptu í matinn fyrir alla vikuna. Það getur verið erfitt að standast freistingarnar svöng/svangur í búðinni. 5. Ekkert blund! Stilltu vekjaraklukkuna fyrir alla vikuna og stattu við það frá fyrsta degi. Ef fyrsti dagurinn er erfiður verður bara auðveldara að sofna fyrr um kvöldið. 6. Ef þú gleymir þér einu sinni, ekki láta það eyðileggja allan mánuðinn. Byrjaðu strax aftur. 7. Brostu til fólksins í kringum þig, það er ágætis vani. 8. Ekki setja þér bara markmið tengd heilsurækt. Notaðu tækifærið og tæklaðu það sem þú hefur alltaf ætlað að gera en hefur af einhverjum ástæðum frestað. 9. Komdu þér út fyrir þægindahringinn og lærðu eitthvað nýtt. Skráðu þig á námskeið eða reyndu eitthvað sem þú hefur alltaf haldið að þú gætir ekki. 10. Lifðu áfram eins og meistari. Taktu það besta úr Meistaramánuði með þér inn í hina mánuðina. 31 dagur er nógu langur tími til að búa til góða venju.Spurt og svaraðMælið þið með einhverju sérstöku mataræði? Í gegnum tíðina höfum við mælt með Paleo mataræðinu svokallaða. Í Paleo mataræðinu sleppir maður öllum sykri, hveiti og mjólkurvörum. Í staðin borðar maður nóg af kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Á netinu er hægt að nálgast fjölmargar bækur og greinar um mataræðið og mælum við með að þið kynnið ykkur það betur. Hvort sem þú ferð á Paleo mataræði eða ekki hvetjum við þig til þess að fara út fyrir þægindahringinn í mataræðinu og taka til dæmis út sykraðar matar- og drykkjarvörur.Hvað með áfengi? Við mælum með því að fólk sleppi áfengi alfarið. Einsog það getur verið gaman að fá sér í glas með vinunum þá er áfengisneysla líka lífstíll sem auðvelt er að breyta. Það getur verið erfitt að vera sá eini af vinunum sem hættir að drekka og því er tilvalið að menn leggist á eitt í Meistaramánuðinum og prufi þetta í sameiningu. Að detta í það um hverja helgi er alls ekki gott fyrir líkamann og því er tilvalið að nota þennan mánuð til þess að hvíla í það minnsta lifrina örlítið. Það hefur líka stórkostlega góð áhrif á budduna að hætta áfengisneyslu um stund. Byrjaðu hægt og leitaðu góðra ráða hjá fagfólki, kunningjum þínum eða hreinlega með því að kynna þér þetta á netinu. Sumar líkamsræktarstöðvar eru með byrjendanámskeið til dæmis. Það gæti verið tilvalin byrjun. Inn á Facebook-síðu Meistaramánaðarins munum við setja inn tengla á hlaupa- og sundæfingaplön og jafnvel eitthvað fleira sem gæti hjálpað.En kostar þetta ekki alltof mikinn pening? Meistaramánuðurinn á ekki að þurfa að kosta krónu með gati. Í fyrsta skipti sem Meistaramánuðurinn var haldinn tóku aðeins sárafátækir háskólanemar þátt og nutu þess að gera ódýru og einföldu hlutina saman. Hvort sem það er að fara út að skokka, læra að hnýta flugur, elda meira með fólkinu sem manni þykir gott að vera með eða að hætta að keyra í vinnuna verður hver og einn að finna sér markmið við sitt hæfi. Það á jafnt við um fjárhag, aldur, staðsetningu og alla aðra hluti sem marka lífsstíl þinn.Ég get ekki vaknað snemma á morgnana, hvað á ég að gera? Flestum ef ekki öllum þykir erfitt að vakna þreyttir á morgnana, enda er þetta einn af þessum hlutum sem fólk þarf að venja sig á. Gott ráð til þess að koma sér upp úr morgunmyglunni fljótt og örugglega er að hugsa ekki um það að fara á fætur sem fyrstu athöfn dagsins heldur að vakna alltaf og byrja á því að fá sér stórt vatnsglas. Bæði þarf líkaminn oft vatn eftir átta tíma svefn og einnig er ágætt að sleppa því hreinlega að snúsa eða að velta deginum fyrir sér og byrja hann tafarlaust á einhverju sem gerir þér gott.' Byrjaðu hægt og leitaðu góðra ráða hjá fagfólki, kunningjum þínum eða hreinlega með því að kynna þér þetta á netinu. Sumar líkamsræktarstöðvar eru með byrjendanámskeið til dæmis. Það gæti verið tilvalin byrjun. Inn á Facebook-síðu Meistaramánaðarins munum við setja inn tengla á hlaupa- og sundæfingaplön og jafnvel eitthvað fleira sem gæti hjálpað.Hvað þarf ég að gera til þess að taka þátt í Meistaramánuði? Í raun þarftu ekkert nema viljann og metnaðinn til að setja þér markmið fyrir einn mánuð og standa við þau. Við mælum með því að þú skráir þig til leiks á www.meistaramanudur.is og fáir sem flesta vini, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga til að taka þátt með þér. Svo þarftu bara að skrifa markmiðin niður. Þegar nær dregur meistaramánuði sendum við út dagatal sem þú getur skrifað markmiðin á.Er þetta ekki bara enn eitt átakið eins og áramótaátakið sem ég stend aldrei við? Meistaramánuðurinn á ekki að vera átak heldur upphafið á breytingu lífs þíns til hins betra. Meistaramánuðurinn snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka til í mataræðinu heldur líka litlu hlutina eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér alltaf að lesa. Notum tækifærið og lítum í eigin barm. Er ekki eitthvað sem við megum bæta í okkar fari? Er ekki eitthvað sem okkur langar að sigrast á í eitt skipti fyrir öll?10 Meistaraáskoranir 1. Vertu jákvæð(ur) og snúðu öllu neikvæðu í kringum þig þér í vil. 2. Finndu þér hreyfingu við hæfi. Það er alveg ókeypis að fara út að hlaupa og kostar lítið að synda í sundlaugunum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Svo eru margar líkamsræktarstöðvar með byrjendanámskeið. 3. Taktu til í mataræðinu. Prófaðu að taka til dæmis allar sykraðar vörur út. Skoðaðu innihaldslýsingarnar, sykur leynist mun víðar en þig grunar! 4. Berðu virðingu fyrir náunganum. Ef þú hefur ekkert gott um hann að segja, slepptu þá að segja eitthvað um hann. 5. Hugsaðu vel og vandlega hvar þú sérð þig eftir fimm ár. Sæktu um draumastarfið í Meistaramánuðinum! 6. Reyndu að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Heimsæktu ömmu gömlu og bjóddu börnunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 7. Finndu þér góða bók og lestu nokkrar blaðsíður á dag. Þú gætir til dæmis byrjað á ævisögu einhvers sem þú lítur upp til. 8. Samkvæmt Gandhi er besta leiðin til breytingar að byrja á sjálfum sér. Ekki ljúga að sjálfum þér né öðrum í heilan mánuð. 9. Skrifaðu aðgerðalista fyrir hvern dag. Það hjálpar þér að skipuleggja þig og koma hlutunum í verk. 10. Hringdu í gamlan vin og bókaðu hann í hádegismat í mánuðinum.Sjónvarpsþættir tileinkaðir Meistaramánuðinum hófu göngu sína á Stöð 2 á fimmtudaginn. Þar var meðal annars leitað ráða hjá fólki sem þykir hafa náð langt í lífi og starfi. Meistaramánuðurinn verður sýndur í opinni dagskrá næstu fimmtudaga á Stöð 2 og Vísi.Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Meistaramánuður Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið