Þórey Edda til liðs við sinn heittelskaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 06:15 Þórey Edda hefur starfað hjá Frjálsíþróttasambandinu undanfarin ár. Nú ætlar hún að efla stangastökksþjálfunina hjá Ármenningum.Fréttablaðið/Anton Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf. Innlendar Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf.
Innlendar Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira