Þórey Edda til liðs við sinn heittelskaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 06:15 Þórey Edda hefur starfað hjá Frjálsíþróttasambandinu undanfarin ár. Nú ætlar hún að efla stangastökksþjálfunina hjá Ármenningum.Fréttablaðið/Anton Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira