Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. september 2013 09:00 Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr. Ísland Got Talent Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr.
Ísland Got Talent Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira