Sex stjörnur sem gengu út úr viðtölum 11. september 2013 16:00 nordicphotos/Getty Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira