Helgi Björns: Þetta er alveg frábært band Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 09:00 Helgi flytur þýska, fimmtán manna hljómsveit til Íslands í október. fréttablaðið/anton „Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira