Helgi Björns: Þetta er alveg frábært band Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 09:00 Helgi flytur þýska, fimmtán manna hljómsveit til Íslands í október. fréttablaðið/anton „Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira