Lífið

HönnunarMars auglýsa eftir hönnuðum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Einkenni HönnunarMars 2012 eftir Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson.
Einkenni HönnunarMars 2012 eftir Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson. Mynd/Leifur Wilberg Orrason
„HönnunarMars er hátíð í borginni en er líka hátíð íslenskrar hönnunar,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars.

Það má segja að einkenni HönnunarMars síðastliðið vor hafi einmitt endurspeglað þetta.

„Þar sem þessi leið, að auglýsa eftir áhugasömum hönnuðum og hönnunarhópum og velja svo þrjá til að koma með tillögur, heppnaðist svona vel síðast endurtökum við nú leikinn,“ segir Greipur og auglýsir eftir hönnuðum til þess að hanna einkenni næsta Hönnunarmars.

Umsóknarfrestur rennur út þann 6. september næstkomandi.

„Við erum í raun opin fyrir öllu, grafík, myndum, ljósmyndum – öllu. Bara að það virki sterkt og sé skemmtilegt,“ segir Greipur að lokum.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af einkenni HönnunarMars í vor.

DesignMarch 2013 Identity from Iceland Design Centre on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×