Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Stilla úr Pussy Riot heimildamyndinni Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira