Setti tappann í flöskuna og er í dag heimsmeistari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2013 20:45 Heimsmeistara fagnað Helgi Sveinsson tekur við hamingjuóskum frá keppinautum sínum á verðlaunapallinum í Lyon á fimmtudaginn. Nordicphotos/AFP Kvöldinu var varið með þessum frábæra íslenska hópi í anddyri hótelsins. Það voru opnaðar margar gosflöskur,“ segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótkasti í flokki aflimaðra, Helgi Sveinsson. Risakast Helga á elleftu stundu flaug 50,98 metra, níu sentimetrum lengra en hjá Ólympíumeistaranum Yanlong Fu frá Kína. „Það var að duga eða drepast og með ólíkindum að ég hafi hitt á þetta,“ segir Helgi um augnablikið yndislega á fimmtudagskvöldið. Haldið var á hótelið þar sem skálað var í ropvatni. „Kári (Jónsson, landsliðsþjálfari fatlaðra í frjálsum íþróttum) skammar mig réttilega fyrir að drekka of mikið gos. Nú spurði hann mig bara hve margar flöskur ég vildi,“ segir Helgi eldhress. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í lífi heimsmeistarans, sem setti tappann í flöskuna árið 2006 og breytti lífi sínu til hins betra. Risaæxli í fætinumHelgi Sveinsson í eldlínunni.Helgi er uppalinn í Breiðholtinu en flutti átta ára yfir í Ártúnsholtið. Hann byrjaði að sækja handboltaæfingar hjá Fylki við fermingaraldur en skipti fljótlega yfir í Fram. Þar tók á móti honum þjálfarinn og lögreglumaðurinn Heimir Ríkharðsson, sem Helgi ber vel söguna. „Ég spilaði sem miðjumaður og skytta en stefndi á að ná langt í hlutverki miðjumannsins,“ segir Helgi. Árbæingurinn sagði skilið við grunnskólann aðeins 15 ára, fór að vinna í skiltagerð hjá bróður sínum og einbeitti sér að íþróttunum þar sem honum gekk vel. Hann var valinn besti leikmaður 3. flokks Fram og var byrjaður að æfa með meistaraflokki sem þá lék undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara og nú þjálfara Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Þegar Helgi var 17 ára hélt meistaraflokkur Fram í æfingaferð til Þýskalands. Þar fór hægri fóturinn að angra hann. „Ég fór að fá skrýtna verki í hægri fótinn sem ég taldi að væru álagsmeiðsli eða annars konar íþróttameiðsli,“ segir Helgi um dvölina í Þýskalandi. Hann fór þó ekki í skoðun fyrr en við komuna heim til Íslands þar sem hann var sendur í skoðun, enda gat hann ekki sofið vegna verkja. „Ég var sendur í myndatöku sem sýndi risastórt æxli í fótleggnum,“ segir Helgi. Í kjölfarið hætti hann að mæta á æfingar og úr varð að taka þurfti fótinn af. Eftir það fór hann í hálft ár í lyfjameðferð þar sem talið var að krabbameinið væri komið í lungu hans. „Þessi tegund af krabbameini sáir sér mjög fljótt. Lyfjameðferðin kom í veg fyrir það,“ segir Helgi, sem getur þakkað fyrir að hafa stundað íþróttir af kappi og verið í góðu líkamlegu formi þegar ógæfan dundi yfir. „Ef ég hefði ekki verið undir svona miklu álagi þá hefði ég örugglega ekki fundið fyrir þessu fyrr en mun seinna. Þá hefði það mögulega verið orðið of seint.“ Brást trausti sinna nánustuHelgi á vinnustað sínum, Össuri.Helgi segist ekki hafa haft vit á því að lokinni lyfjameðferð að hella sér út í íþróttir. „Það voru margar hæðir og lægðir á þessum tíma. Það voru nokkur ár sem voru tekin í vitleysu,“ segir frjálsíþróttakappinn, sem hafði um nóg að hugsa. „Þáverandi kærasta mín varð ólétt á sama tíma og ég glímdi við krabbameinið. Ég var keyrður á milli krabbameinsdeildarinnar og fæðingardeildarinnar,“ segir Helgi, sem eignaðist dóttur sína í desember 1998. Nokkrum árum síðar sleit parið sambandi sínu og erfiðir tímar fóru í hönd. „Upp frá því byrjaði skrýtinn tími, mikið af vitleysu og hlutum sem maður á ekki að gera. Áfengisneysla og það sem því fylgir,“ segir Helgi. Honum tókst þó að snúa við blaðinu og segist einfaldlega hafa fengið nóg. „Ég var búinn að mála mig út í horn. Búinn að bregðast trausti þeirra sem voru í kringum mig, svíkja og pretta og var á stað sem ég vildi ekki vera á. Nú er ég búinn að vera edrú í sjö ár,“ segir Helgi. Á þessum tíma komst hann þó í snertingu við íþróttir fatlaðra í gegnum golfíþróttina. „Hörður Barðdal heitinn tók mig inn í Golfsamband fatlaðra. Við fórum saman í góðum hópi á Evrópumeistaramótið í Hjörring í Danmörku sumarið 2003,“ segir Helgi, sem vann til bronsverðlauna í sínum flokki. Hann spilar enn golf þegar tími gefst. Hjá afreksíþróttamanni er það sjaldan. „Sá tími er hins vegar lítill. Frjálsar eru númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna.“ Stór stund að skokka afturHelgi kastar í London með Ólympíueldinn í bakgrunni.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir erfiðan áratug segist Helgi hafa lært margt. „Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á núna hefði ég ekki gengið í gegnum þennan tíma,“ segir Helgi. Hvað íþróttaferilinn varðar fóru hjólin ekki að snúast á ný fyrr en hann var fenginn til að leysa af hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. „Maður var alltaf reglulega hjá Össuri að láta laga fótinn og smíða nýjan. Þá fékk maður að heyra af þessum íþróttahetjum og langaði að fara að gera eitthvað,“ segir Helgi, sem leysti af annan mann sem vantaði annan fótinn á. Honum var í kjölfarið boðin vinna og þar starfar hann í dag. Fljótlega eftir að Helgi hóf störf hjá fyrirtækinu spurðist hann fyrir um búnað til þess að geta prófað að hlaupa. „Græjurnar voru búnar til á staðnum. Ég prófaði þær og var farinn að hlaupa eftir korter,“ segir Helgi. Stundin hafi verið yndisleg eftir tæp þrettán ár á gervifæti þar sem í mesta lagi var valhoppað eða gengið hratt. „Ég get alveg viðurkennt það að ég táraðist við það að finna vindinn í eyrunum. Eins smávægilegt og það er að geta hlaupið og skokkað er það stór stund ef maður hefur ekki getað það í langan tíma. Sérstaklega þegar maður lifði fyrir að hlaupa, hoppa og skokka og búið var að taka það af manni.“ Ólympíulágmark á fyrstu æfinguKastað í London Helgi segist aldrei geta þakkað vinnuveitendum sínum hjá Össuri nægjanlega stuðninginn.Nordicphotos/GettyÁrlega er haldinn opinn dagur hjá Össuri fyrir krakka sem eru fatlaðir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. „Þar mætir Kári á svæðið. Hann hafði verið með fatlaða í langan tíma en aldrei komist í tæri við mann sem á vantaði fót og gæti hlaupið með fjöður. Hann gerði mér tilboð um að koma og æfa. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Helgi. Fyrst byrjaði hann að hlaupa og ætlaði að einbeita sér að 100 metra hlaupi. Svo fór hann að prófa að stökkva og fór á fullt í langstökkið. „Svo var ég einu sinni að hita upp og sá spjót liggja á jörðinni,“ segir Helgi sem lét vaða með góðum árangri. „Það liggur greinilega vel fyrir mér að kasta einhverjum hlutum,“ segir Helgi sem er ekki í nokkrum vafa um að handboltagrunnurinn hjálpi til. Sjö mánuðum eftir að hann byrjaði að kasta spjóti var hann á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra í London í fyrrasumar. „Í fyrsta kasti á æfingu flaug spjótið yfir Ólympíulágmarkið,“ segir Helgi sem hafnaði í fimmta sæti. Hann tekur stöðugum framförum og ætlar sér stóra hluti á Ólympíumótinu í Ríó sumarið 2016. „Við getum bókað það að ég mun koma á óvart í Ríó eins og ég gerði núna. Ég bara veit það og finn það,“ segir Helgi. Flestir af hans helstu keppinautum hafa stundað spjótkastið í mörg ár, ólíkt Helga. „Tíminn vinnur með mér á þeim mótum sem ég mun keppa á.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Kvöldinu var varið með þessum frábæra íslenska hópi í anddyri hótelsins. Það voru opnaðar margar gosflöskur,“ segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótkasti í flokki aflimaðra, Helgi Sveinsson. Risakast Helga á elleftu stundu flaug 50,98 metra, níu sentimetrum lengra en hjá Ólympíumeistaranum Yanlong Fu frá Kína. „Það var að duga eða drepast og með ólíkindum að ég hafi hitt á þetta,“ segir Helgi um augnablikið yndislega á fimmtudagskvöldið. Haldið var á hótelið þar sem skálað var í ropvatni. „Kári (Jónsson, landsliðsþjálfari fatlaðra í frjálsum íþróttum) skammar mig réttilega fyrir að drekka of mikið gos. Nú spurði hann mig bara hve margar flöskur ég vildi,“ segir Helgi eldhress. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í lífi heimsmeistarans, sem setti tappann í flöskuna árið 2006 og breytti lífi sínu til hins betra. Risaæxli í fætinumHelgi Sveinsson í eldlínunni.Helgi er uppalinn í Breiðholtinu en flutti átta ára yfir í Ártúnsholtið. Hann byrjaði að sækja handboltaæfingar hjá Fylki við fermingaraldur en skipti fljótlega yfir í Fram. Þar tók á móti honum þjálfarinn og lögreglumaðurinn Heimir Ríkharðsson, sem Helgi ber vel söguna. „Ég spilaði sem miðjumaður og skytta en stefndi á að ná langt í hlutverki miðjumannsins,“ segir Helgi. Árbæingurinn sagði skilið við grunnskólann aðeins 15 ára, fór að vinna í skiltagerð hjá bróður sínum og einbeitti sér að íþróttunum þar sem honum gekk vel. Hann var valinn besti leikmaður 3. flokks Fram og var byrjaður að æfa með meistaraflokki sem þá lék undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara og nú þjálfara Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Þegar Helgi var 17 ára hélt meistaraflokkur Fram í æfingaferð til Þýskalands. Þar fór hægri fóturinn að angra hann. „Ég fór að fá skrýtna verki í hægri fótinn sem ég taldi að væru álagsmeiðsli eða annars konar íþróttameiðsli,“ segir Helgi um dvölina í Þýskalandi. Hann fór þó ekki í skoðun fyrr en við komuna heim til Íslands þar sem hann var sendur í skoðun, enda gat hann ekki sofið vegna verkja. „Ég var sendur í myndatöku sem sýndi risastórt æxli í fótleggnum,“ segir Helgi. Í kjölfarið hætti hann að mæta á æfingar og úr varð að taka þurfti fótinn af. Eftir það fór hann í hálft ár í lyfjameðferð þar sem talið var að krabbameinið væri komið í lungu hans. „Þessi tegund af krabbameini sáir sér mjög fljótt. Lyfjameðferðin kom í veg fyrir það,“ segir Helgi, sem getur þakkað fyrir að hafa stundað íþróttir af kappi og verið í góðu líkamlegu formi þegar ógæfan dundi yfir. „Ef ég hefði ekki verið undir svona miklu álagi þá hefði ég örugglega ekki fundið fyrir þessu fyrr en mun seinna. Þá hefði það mögulega verið orðið of seint.“ Brást trausti sinna nánustuHelgi á vinnustað sínum, Össuri.Helgi segist ekki hafa haft vit á því að lokinni lyfjameðferð að hella sér út í íþróttir. „Það voru margar hæðir og lægðir á þessum tíma. Það voru nokkur ár sem voru tekin í vitleysu,“ segir frjálsíþróttakappinn, sem hafði um nóg að hugsa. „Þáverandi kærasta mín varð ólétt á sama tíma og ég glímdi við krabbameinið. Ég var keyrður á milli krabbameinsdeildarinnar og fæðingardeildarinnar,“ segir Helgi, sem eignaðist dóttur sína í desember 1998. Nokkrum árum síðar sleit parið sambandi sínu og erfiðir tímar fóru í hönd. „Upp frá því byrjaði skrýtinn tími, mikið af vitleysu og hlutum sem maður á ekki að gera. Áfengisneysla og það sem því fylgir,“ segir Helgi. Honum tókst þó að snúa við blaðinu og segist einfaldlega hafa fengið nóg. „Ég var búinn að mála mig út í horn. Búinn að bregðast trausti þeirra sem voru í kringum mig, svíkja og pretta og var á stað sem ég vildi ekki vera á. Nú er ég búinn að vera edrú í sjö ár,“ segir Helgi. Á þessum tíma komst hann þó í snertingu við íþróttir fatlaðra í gegnum golfíþróttina. „Hörður Barðdal heitinn tók mig inn í Golfsamband fatlaðra. Við fórum saman í góðum hópi á Evrópumeistaramótið í Hjörring í Danmörku sumarið 2003,“ segir Helgi, sem vann til bronsverðlauna í sínum flokki. Hann spilar enn golf þegar tími gefst. Hjá afreksíþróttamanni er það sjaldan. „Sá tími er hins vegar lítill. Frjálsar eru númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna.“ Stór stund að skokka afturHelgi kastar í London með Ólympíueldinn í bakgrunni.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir erfiðan áratug segist Helgi hafa lært margt. „Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á núna hefði ég ekki gengið í gegnum þennan tíma,“ segir Helgi. Hvað íþróttaferilinn varðar fóru hjólin ekki að snúast á ný fyrr en hann var fenginn til að leysa af hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. „Maður var alltaf reglulega hjá Össuri að láta laga fótinn og smíða nýjan. Þá fékk maður að heyra af þessum íþróttahetjum og langaði að fara að gera eitthvað,“ segir Helgi, sem leysti af annan mann sem vantaði annan fótinn á. Honum var í kjölfarið boðin vinna og þar starfar hann í dag. Fljótlega eftir að Helgi hóf störf hjá fyrirtækinu spurðist hann fyrir um búnað til þess að geta prófað að hlaupa. „Græjurnar voru búnar til á staðnum. Ég prófaði þær og var farinn að hlaupa eftir korter,“ segir Helgi. Stundin hafi verið yndisleg eftir tæp þrettán ár á gervifæti þar sem í mesta lagi var valhoppað eða gengið hratt. „Ég get alveg viðurkennt það að ég táraðist við það að finna vindinn í eyrunum. Eins smávægilegt og það er að geta hlaupið og skokkað er það stór stund ef maður hefur ekki getað það í langan tíma. Sérstaklega þegar maður lifði fyrir að hlaupa, hoppa og skokka og búið var að taka það af manni.“ Ólympíulágmark á fyrstu æfinguKastað í London Helgi segist aldrei geta þakkað vinnuveitendum sínum hjá Össuri nægjanlega stuðninginn.Nordicphotos/GettyÁrlega er haldinn opinn dagur hjá Össuri fyrir krakka sem eru fatlaðir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. „Þar mætir Kári á svæðið. Hann hafði verið með fatlaða í langan tíma en aldrei komist í tæri við mann sem á vantaði fót og gæti hlaupið með fjöður. Hann gerði mér tilboð um að koma og æfa. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Helgi. Fyrst byrjaði hann að hlaupa og ætlaði að einbeita sér að 100 metra hlaupi. Svo fór hann að prófa að stökkva og fór á fullt í langstökkið. „Svo var ég einu sinni að hita upp og sá spjót liggja á jörðinni,“ segir Helgi sem lét vaða með góðum árangri. „Það liggur greinilega vel fyrir mér að kasta einhverjum hlutum,“ segir Helgi sem er ekki í nokkrum vafa um að handboltagrunnurinn hjálpi til. Sjö mánuðum eftir að hann byrjaði að kasta spjóti var hann á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra í London í fyrrasumar. „Í fyrsta kasti á æfingu flaug spjótið yfir Ólympíulágmarkið,“ segir Helgi sem hafnaði í fimmta sæti. Hann tekur stöðugum framförum og ætlar sér stóra hluti á Ólympíumótinu í Ríó sumarið 2016. „Við getum bókað það að ég mun koma á óvart í Ríó eins og ég gerði núna. Ég bara veit það og finn það,“ segir Helgi. Flestir af hans helstu keppinautum hafa stundað spjótkastið í mörg ár, ólíkt Helga. „Tíminn vinnur með mér á þeim mótum sem ég mun keppa á.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira