Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 07:00 Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson eru allir ákærðir í málinu. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í fótbolta og yfirmanns einkabankaþjónustu Glitnis, sem er einn fjögurra ákærðu. Hinir þrír eru Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Magnús er einnig ákærður í svonefndu Aurum-máli. Ákæran var gefin út á föstudag og er í sex liðum. Í fyrsta lagi eru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og er tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi eru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði. Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið er Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið er Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið er Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum er Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Nánar verður fjallað um málið á Vísi í dag. Aurum Holding málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í fótbolta og yfirmanns einkabankaþjónustu Glitnis, sem er einn fjögurra ákærðu. Hinir þrír eru Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Magnús er einnig ákærður í svonefndu Aurum-máli. Ákæran var gefin út á föstudag og er í sex liðum. Í fyrsta lagi eru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og er tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi eru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði. Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið er Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið er Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið er Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum er Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Nánar verður fjallað um málið á Vísi í dag.
Aurum Holding málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira