Mikill fjöldi listafólks sótti tónlistarhátíðina All Tomorrow‘s Parties sem fram fór á Ásbrú um helgina.
Hátíðin þótti hin skemmtilegasta og var fólk sammála um að hún hefði heppnast einstaklega vel. Meðal þeirra er sóttu hátíðina voru breska leikkonan Tilda Swinton, söngkonan Björk Guðmundsdóttir, skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson, leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, plötusnúðurinn Andrea Jónsdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson.
Ýmis þekkt andlit úr stjórnmálum sáust einnig á hátíðinni og má þar nefna Björt Ólafsdóttur, Björn S. Blöndal, Skúla Helgason, Birgittu Jónsdóttur, Óttarr Proppé og Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Dagskrá All Tomorrow‘s Parties virðist því hafa lokkað til sín fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum samfélagsins sem var þangað saman komið til að rokka.
Björk mætti á All Tomorrow´s Parties
Sara McMahon skrifar

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
