Meira um brotthvarf Hrönn Baldursdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun