Meira um brotthvarf Hrönn Baldursdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun