Oh My God! Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja „djöfullinn“ eða „fjandinn“ en það var ekki forboðið. Ég minnist þess ekki að neitt hafi verið forboðið. En nú stjórna ég sjálfur heimili og ég er kominn með bannorð. Ég hef sett bann á tvo frasa. Ég vil ekki heyra „Oh My God“ og ekki heldur „Jesus“ (borið fram „dísös“). Við þetta vil ég setja tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi þá er ég ekki alvaldur á heimilinu og það má vel vera að bann mitt verði ekki virt og þá verð ég bara að kyngja því. Í öðru lagi þá hefur þetta bann ekkert að gera með trúarskoðanir eða skort á þeim. Síður en svo. Ég þoli ekki frasana „Oh My God“ og „Jesus“ vegna þess að mér finnst þeir einmitt afhelga það sem fagurt er í veröldinni. Nú skal ég reyna að útskýra. Ég sá einu sinni hóp pönkara í Berlín. Þetta var æðislegt gengi: hanakambar og gaddaleðurjakkar. Skyndilega brá einn pönkarinn á leik og braut flösku. Mér stökkbrá og taldi mig jafnvel vera kominn í hættu. En þá heyrði ég kunnugleg orð. „Oh My God!“ Pönkararnir höfðu ekkert merkilegra að segja við uppátækinu en „Oh My God“ með útvötnuðum amerískum hreim en eilítið rödduðu þýsku té-i. Hér vorum við með eitthvað sem leit út eins og atriði úr Dýragarðsbörnunum en breyttist skyndilega í flatan Friends-þátt. Þetta kalla ég skuggahlið alþjóðavæðingar. „Oh My God“ er engilsaxneskur frasi, þó fremur bandarískur en breskur, en fyrst og fremst alþjóðlegur. Hann er lægsti samnefnari tilfinninga okkar, það sem við grípum til þegar við erum orðlaus. Sumum finnst það kannski praktískt eða í öllu falli saklaust, en mér finnst það syndsamlegt metnaðarleysi. Við erum ríkt fólk og getum valið um heilu úthöfin af menningarhafsjó til að kafa í en í staðinn látum við nægja að ganga upp að næsta drullupolli og gára hann með tánni. Oh My God hvað það er lélegt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja „djöfullinn“ eða „fjandinn“ en það var ekki forboðið. Ég minnist þess ekki að neitt hafi verið forboðið. En nú stjórna ég sjálfur heimili og ég er kominn með bannorð. Ég hef sett bann á tvo frasa. Ég vil ekki heyra „Oh My God“ og ekki heldur „Jesus“ (borið fram „dísös“). Við þetta vil ég setja tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi þá er ég ekki alvaldur á heimilinu og það má vel vera að bann mitt verði ekki virt og þá verð ég bara að kyngja því. Í öðru lagi þá hefur þetta bann ekkert að gera með trúarskoðanir eða skort á þeim. Síður en svo. Ég þoli ekki frasana „Oh My God“ og „Jesus“ vegna þess að mér finnst þeir einmitt afhelga það sem fagurt er í veröldinni. Nú skal ég reyna að útskýra. Ég sá einu sinni hóp pönkara í Berlín. Þetta var æðislegt gengi: hanakambar og gaddaleðurjakkar. Skyndilega brá einn pönkarinn á leik og braut flösku. Mér stökkbrá og taldi mig jafnvel vera kominn í hættu. En þá heyrði ég kunnugleg orð. „Oh My God!“ Pönkararnir höfðu ekkert merkilegra að segja við uppátækinu en „Oh My God“ með útvötnuðum amerískum hreim en eilítið rödduðu þýsku té-i. Hér vorum við með eitthvað sem leit út eins og atriði úr Dýragarðsbörnunum en breyttist skyndilega í flatan Friends-þátt. Þetta kalla ég skuggahlið alþjóðavæðingar. „Oh My God“ er engilsaxneskur frasi, þó fremur bandarískur en breskur, en fyrst og fremst alþjóðlegur. Hann er lægsti samnefnari tilfinninga okkar, það sem við grípum til þegar við erum orðlaus. Sumum finnst það kannski praktískt eða í öllu falli saklaust, en mér finnst það syndsamlegt metnaðarleysi. Við erum ríkt fólk og getum valið um heilu úthöfin af menningarhafsjó til að kafa í en í staðinn látum við nægja að ganga upp að næsta drullupolli og gára hann með tánni. Oh My God hvað það er lélegt!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun