Áttu líf handa mér? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. júní 2013 07:00 Á yfirvinnukaupi bíður pirraður prófarkalesari eftir því að ég skili af mér þessum stutta pistli, en formlegur skilafrestur er löngu liðinn. Blaðið á að vera farið í prentun og ég er rétt að byrja, þótt ég hafi fengið nægan tíma til verksins. Ég vildi geta sagst hafa verið drekkhlaðinn verkefnum eða átt annríkt í einkalífinu en orsök seinagangsins er önnur. Hún heitir Candy Crush og er á góðri leið með að eyðileggja líf mitt. Þessi litríki og munnvatnsframleiðsluaukandi tölvuleikur er sá vinsælasti í heimi um þessar mundir. Hann gengur í stuttu máli út á það að leysa margs konar þrautir með því að raða girnilegum sælgætismolum í beina línu. Til að byrja með var þetta græskulaust gaman en 218 borðum síðar kemst ég ekki hjá því að viðurkenna að ég eigi við vandamál að stríða. Spilamennskan hefur komið niður á nætursvefni mínum, vinnunni og samböndum mínum við fjölskyldu, vini og hitt kynið. Þegar lífin mín klárast í leiknum fyllist ég kvíða og ég verð önugur. Ég upplifi óöryggi sem lagast ekki fyrr en meðspilarar senda mér líf og djúp karlmannsröddin hrósar mér á ný fyrir að búa til sérlega stigaháar samstæður úr sælgæti. „Sweet,“ segir hún og ég anda léttar. Þetta er dæmigerð hegðun fíkils sem hefur misst alla stjórn. Það hjálpar ekki til að sjá fyrirmynd eins og handboltakappann Vigni Svavarsson hreykja sér í fjölmiðlum af árangri sínum í Candy Crush. Hann sleit krossband í byrjun árs og náði að klára öll borð sem í boði voru á meðan hann jafnaði sig. Það er grafalvarlegt mál þegar landsþekktur íþróttamaður upphefur fíknivaldandi óværu fyrir allra augum og eyrum. Áhrifagjörn ungmenni sem mörg líta upp til hans eru berskjölduð fyrir áróðrinum. Með þessu er ég ekki að segja að fólki beri að skammast sín fyrir fíknina. Candy Crush-fíkla má finna í öllum kimum samfélagsins. Ég veit um alþingismenn, virta rithöfunda og nafntogaða femínista sem spila leikinn nánast öllum stundum. Þetta veit ég vegna þess að ég hef ítrekað sent þeim líf. Og þeir mér. Þetta er gott fólk en veikt. Fyrsta skrefið í átt til bata er að viðurkenna vandann og það hef ég nú gert. Ég bið um líf því ég á ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Á yfirvinnukaupi bíður pirraður prófarkalesari eftir því að ég skili af mér þessum stutta pistli, en formlegur skilafrestur er löngu liðinn. Blaðið á að vera farið í prentun og ég er rétt að byrja, þótt ég hafi fengið nægan tíma til verksins. Ég vildi geta sagst hafa verið drekkhlaðinn verkefnum eða átt annríkt í einkalífinu en orsök seinagangsins er önnur. Hún heitir Candy Crush og er á góðri leið með að eyðileggja líf mitt. Þessi litríki og munnvatnsframleiðsluaukandi tölvuleikur er sá vinsælasti í heimi um þessar mundir. Hann gengur í stuttu máli út á það að leysa margs konar þrautir með því að raða girnilegum sælgætismolum í beina línu. Til að byrja með var þetta græskulaust gaman en 218 borðum síðar kemst ég ekki hjá því að viðurkenna að ég eigi við vandamál að stríða. Spilamennskan hefur komið niður á nætursvefni mínum, vinnunni og samböndum mínum við fjölskyldu, vini og hitt kynið. Þegar lífin mín klárast í leiknum fyllist ég kvíða og ég verð önugur. Ég upplifi óöryggi sem lagast ekki fyrr en meðspilarar senda mér líf og djúp karlmannsröddin hrósar mér á ný fyrir að búa til sérlega stigaháar samstæður úr sælgæti. „Sweet,“ segir hún og ég anda léttar. Þetta er dæmigerð hegðun fíkils sem hefur misst alla stjórn. Það hjálpar ekki til að sjá fyrirmynd eins og handboltakappann Vigni Svavarsson hreykja sér í fjölmiðlum af árangri sínum í Candy Crush. Hann sleit krossband í byrjun árs og náði að klára öll borð sem í boði voru á meðan hann jafnaði sig. Það er grafalvarlegt mál þegar landsþekktur íþróttamaður upphefur fíknivaldandi óværu fyrir allra augum og eyrum. Áhrifagjörn ungmenni sem mörg líta upp til hans eru berskjölduð fyrir áróðrinum. Með þessu er ég ekki að segja að fólki beri að skammast sín fyrir fíknina. Candy Crush-fíkla má finna í öllum kimum samfélagsins. Ég veit um alþingismenn, virta rithöfunda og nafntogaða femínista sem spila leikinn nánast öllum stundum. Þetta veit ég vegna þess að ég hef ítrekað sent þeim líf. Og þeir mér. Þetta er gott fólk en veikt. Fyrsta skrefið í átt til bata er að viðurkenna vandann og það hef ég nú gert. Ég bið um líf því ég á ekkert.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun