Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Þorgils Jónsson skrifar 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox var sakfelld fyrir morð á Ítalíu árið 2009, en svo sýknuð árið 2011. Nú hefur hæstiréttur snúið þeim dómi og fyrirskipað að málið skuli tekið upp á ný. Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný. Amanda Knox Ítalía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný.
Amanda Knox Ítalía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira