Tilda Swinton mætir á All Tomorrow's Parties Sara McMahon skrifar 20. júní 2013 09:00 Tilda Swinton óskaði sérstaklega eftir því að fá að taka þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties sem fram fer í Keflavík þann 28. til 29. júní næstkomandi. Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir komu hennar auka umtal um hátíðina til muna. Nordicphotos/getty „Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu. ATP í Keflavík Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu.
ATP í Keflavík Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira