Verð ekki túristi í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er kampakátur með árangur sinna manna í austurríska landsliðinu. mynd/öhb/lukas wagner „Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
„Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira