Dr. Nilfisk og herra Kirby Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 13. júní 2013 06:00 Ég var gestaglaður sem barn. Ef það komu gestir í heimsókn eftir kvöldmat varð ég svo spenntur að ég gat ekki sofið. Ég man enn eftir kvöldinu þegar ryksugusölumaðurinn kom í heimsókn. Hann var að selja bandarískar gæðaryksugur frá Kirby. Ég man eftir söluræðunni. Bleiser-klæddur, hvíttenntur sölumaðurinn útskýrði fyrir okkur á sannfærandi hátt að með Kirby væri ryksugun ekki lengur leiðinleg heldur stórskemmtileg. Auk þess væri Kirby betri en gamla draslið sem við ættum. Hann lét okkur ryksuga stofugólfið með gömlu Nilfisk-ryksugunni okkar og fór svo aftur yfir sama flöt með Kirby og viti menn, Kirby náði fullt af ryki sem Nilfiskurinn hafði látið eiga sig. Ég og bróðir minn horfðum gapandi á þetta. Hvernig í veröldinni var hægt að eiga öðruvísi ryksugu en Kirby? Ég svaf lítið næstu nætur og hugsaði um Kirby. Bara ef við ættum Kirby. Ég suðaði lengi í pabba en að endingu kom niðurstaða. Við keyptum ekki Kirby. Þess í stað keyptum við nýja Nilfisk-ryksugu sem var alveg eins og sú gamla. Það hefur tekið mig yfir tuttugu ár að skilja hvað foreldrum mínum gekk til. Nú loksins skil ég þetta. Þetta snerist ekki um peninga. Þetta var yfirlýsing. Ég er alinn upp af Nilfisk-fólki. Fólki sem vill í fyrsta lagi ekki heillast af fagurgala sölumanna heldur vill frekar kaupa heimilistæki af pirruðum mönnum úti í bæ sem dettur ekki í hug að sannfæra nokkurn mann um að það sé gaman að ryksuga og fólki sem vill í öðru lagi ekki of góðar ryksugur sem soga allt ryk í burtu. Sumt ryk á að vera eftir til að auka flóruna. Það er bara frekja að ætla sér að ryksuga allt ryk í burtu. Nú skil ég af hverju ég hef ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki. Líf mitt einkennist af togstreitu. Ég er alinn upp samkvæmt góðum og gegnum Nilfisk-gildum en á nóttunni ligg ég andvaka og hugsa um betra líf með Kirby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Ég var gestaglaður sem barn. Ef það komu gestir í heimsókn eftir kvöldmat varð ég svo spenntur að ég gat ekki sofið. Ég man enn eftir kvöldinu þegar ryksugusölumaðurinn kom í heimsókn. Hann var að selja bandarískar gæðaryksugur frá Kirby. Ég man eftir söluræðunni. Bleiser-klæddur, hvíttenntur sölumaðurinn útskýrði fyrir okkur á sannfærandi hátt að með Kirby væri ryksugun ekki lengur leiðinleg heldur stórskemmtileg. Auk þess væri Kirby betri en gamla draslið sem við ættum. Hann lét okkur ryksuga stofugólfið með gömlu Nilfisk-ryksugunni okkar og fór svo aftur yfir sama flöt með Kirby og viti menn, Kirby náði fullt af ryki sem Nilfiskurinn hafði látið eiga sig. Ég og bróðir minn horfðum gapandi á þetta. Hvernig í veröldinni var hægt að eiga öðruvísi ryksugu en Kirby? Ég svaf lítið næstu nætur og hugsaði um Kirby. Bara ef við ættum Kirby. Ég suðaði lengi í pabba en að endingu kom niðurstaða. Við keyptum ekki Kirby. Þess í stað keyptum við nýja Nilfisk-ryksugu sem var alveg eins og sú gamla. Það hefur tekið mig yfir tuttugu ár að skilja hvað foreldrum mínum gekk til. Nú loksins skil ég þetta. Þetta snerist ekki um peninga. Þetta var yfirlýsing. Ég er alinn upp af Nilfisk-fólki. Fólki sem vill í fyrsta lagi ekki heillast af fagurgala sölumanna heldur vill frekar kaupa heimilistæki af pirruðum mönnum úti í bæ sem dettur ekki í hug að sannfæra nokkurn mann um að það sé gaman að ryksuga og fólki sem vill í öðru lagi ekki of góðar ryksugur sem soga allt ryk í burtu. Sumt ryk á að vera eftir til að auka flóruna. Það er bara frekja að ætla sér að ryksuga allt ryk í burtu. Nú skil ég af hverju ég hef ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki. Líf mitt einkennist af togstreitu. Ég er alinn upp samkvæmt góðum og gegnum Nilfisk-gildum en á nóttunni ligg ég andvaka og hugsa um betra líf með Kirby.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun