Vinnur við búningana í Game of Thrones Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. júní 2013 08:00 „Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“ Game of Thrones Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“
Game of Thrones Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira