Nú þurfa þeir ungu að stíga upp Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2013 06:30 Ólafur Gústafsson verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu í næstu verkefnum. fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira