Ekkert stress, bara gleði Halldór Halldórsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Blessuð sé minning Hermanns Gunnarssonar. Blessuð sé minning einlægrar lífsgleði, blessaður sé þessi eftirminnilegi hlátur og þetta einstaka bros. Elsku Hemmi Gunn. Hemmi var einn af örfáum Íslendingum sem heilu kynslóðirnar geta talið til „icon-a“ sinna. Hann skipar sér umsvifalaust á bekk með þröngum hópi eftirminnilegustu persónuleika síðari ára. Ég gerði stólpagrín að Ríkissjónvarpinu fyrir að setja á dagskrá þátt síðasta vetur sem fjallaði um „Á tali hjá Hemma,“. Á nú að gera þátt um þátt, hugsaði ég, en ákvað að horfa á einn til þess að geta rakkað hann niður á upplýstan hátt í vinnunni mánudaginn eftir. Skemmst er frá því að segja að ég sat límdur við skjáinn næstu föstudaga. Að horfa á brot úr „Á tali hjá Hemma“ er eins og að bruna á hraðlest í gegnum tíðaranda æsku minnar. Þættirnir eru minning um þvílíka tíma. Tíma þar sem púðri og peningum var eytt í sjónvarpsdagskrána, þar sem sjónvarpsmennirnir höfðu yfir sér ævintýralegan blæ og enginn var svo ómerkilegur að ekki var pláss fyrir hann á skjánum. Tímar þar sem við vorum öll hæfilega yfirborðskennd og skemmtilega alþýðleg. Ég fór nokkrum sinnum í viðtal til Hemma á Bylgjunni, þau allra skemmtilegustu sem ég hef tekið þátt í. Bestu umræðurnar fóru þó fram fyrir og eftir upptöku. Þegar Hemmi gaf manni einlæg ráð, um alvöru lífsins. Þar sem hann yfirheyrði mann um líðan foreldra og niðja og sagði manni stórskemmtilegar sögur með milljón persónum sem gerðust úti um allan heim. Einstök upplifun með einstökum manni. Það liggur ekki beint við, hjá ungum grínista með kjaft, að mæra Hemma Gunn. En ég get ekki annað. Maður sem kennir fólki að hlæja og brosa er maður sem gerir lífið betra. Ég þykist vita að Hemmi hefur brosað og hlegið allt fram á síðustu mínútu. Að endingu vil ég að þú vitir Hemmi, að það er ekkert stress, bara alls ekki. Gleðin lifir. Vertu blessaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun
Blessuð sé minning Hermanns Gunnarssonar. Blessuð sé minning einlægrar lífsgleði, blessaður sé þessi eftirminnilegi hlátur og þetta einstaka bros. Elsku Hemmi Gunn. Hemmi var einn af örfáum Íslendingum sem heilu kynslóðirnar geta talið til „icon-a“ sinna. Hann skipar sér umsvifalaust á bekk með þröngum hópi eftirminnilegustu persónuleika síðari ára. Ég gerði stólpagrín að Ríkissjónvarpinu fyrir að setja á dagskrá þátt síðasta vetur sem fjallaði um „Á tali hjá Hemma,“. Á nú að gera þátt um þátt, hugsaði ég, en ákvað að horfa á einn til þess að geta rakkað hann niður á upplýstan hátt í vinnunni mánudaginn eftir. Skemmst er frá því að segja að ég sat límdur við skjáinn næstu föstudaga. Að horfa á brot úr „Á tali hjá Hemma“ er eins og að bruna á hraðlest í gegnum tíðaranda æsku minnar. Þættirnir eru minning um þvílíka tíma. Tíma þar sem púðri og peningum var eytt í sjónvarpsdagskrána, þar sem sjónvarpsmennirnir höfðu yfir sér ævintýralegan blæ og enginn var svo ómerkilegur að ekki var pláss fyrir hann á skjánum. Tímar þar sem við vorum öll hæfilega yfirborðskennd og skemmtilega alþýðleg. Ég fór nokkrum sinnum í viðtal til Hemma á Bylgjunni, þau allra skemmtilegustu sem ég hef tekið þátt í. Bestu umræðurnar fóru þó fram fyrir og eftir upptöku. Þegar Hemmi gaf manni einlæg ráð, um alvöru lífsins. Þar sem hann yfirheyrði mann um líðan foreldra og niðja og sagði manni stórskemmtilegar sögur með milljón persónum sem gerðust úti um allan heim. Einstök upplifun með einstökum manni. Það liggur ekki beint við, hjá ungum grínista með kjaft, að mæra Hemma Gunn. En ég get ekki annað. Maður sem kennir fólki að hlæja og brosa er maður sem gerir lífið betra. Ég þykist vita að Hemmi hefur brosað og hlegið allt fram á síðustu mínútu. Að endingu vil ég að þú vitir Hemmi, að það er ekkert stress, bara alls ekki. Gleðin lifir. Vertu blessaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun