Hrós handa ófrískum konum Sigga Dögg skrifar 23. maí 2013 12:45 Nordicphotos/getty „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Sigga Dögg Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg.
Sigga Dögg Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp