Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2013 13:45 Þórey Rósa og Rut fögnuðu titlinum vel og innilega. mynd/úr einkasafni Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira