Ábyrgðina til fólksins Stefán Jón Hafstein skrifar 10. maí 2013 07:00 Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun