Það féllu tár inni í klefanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 08:00 Teitur Örlygsson segist hafa átt erfitt með sig eftir tapið gegn Grindavík. Hann hafi fengið kökk í hálsinn. fréttablaðið/valli Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira