Ég er nettur egóisti Benedikt Grétarsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Stefán Rafn gengur inn á völlinn í mikilli ljósadýrð sem hæfir leikjum í stærstu deild heims. Nordic Photos / Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni með þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen. Stefán Rafn gekk til liðs við stórlið Löwen frá Haukum í desember en þá var þessi 22 ára hornamaður markahæsti leikmaður N1-deildar karla. Alvarleg meiðsli þýska landsliðsmannsins Uwe Gensheimer urðu til þess að Stefán fékk símtal frá Mannheim og skömmu síðar var hann kominn í búning ljónanna og fór þar að auki beint inn í byrjunarliðið. „Þetta tók um tvær vikur en það var í raun aldrei spurning um að ég myndi fara út. Þetta er frábært lið með góða þjálfara og ég var handviss um að ég myndi bæta mig mikið hérna," segir Stefán við Fréttablaðið. Stefán segir það vissulega ansi stórt skref að fara úr N1-deildinni til toppliðs þýsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur aldrei farið í felur með þá áætlun sína að gerast atvinnumaður í handbolta. „Ég er náttúrulega nettur egóisti og stefndi alltaf hátt. En ég gat aldrei ímyndað mér að fyrsta skrefið mitt væri að koma hingað í svona rosalega sterkan klúbb. Þetta er bara frábært í alla staði."Mætti með kassann útþaninn Það voru ekki minnstu skórnir í handboltaheiminum sem Stefán þurfti að fylla en þýski töframaðurinn Uwe Geisheimer spilaði í vinstra horninu hjá Löwen áður en slitin hásin batt enda á tímabilið hjá honum. „Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem aðdáendur Löwen gjörsamlega dýrka en ég mætti bara tilbúinn í slaginn með kassann útþaninn – það þýðir ekkert annað. Það skiptir mig engu máli hvað hann er góður í handbolta á meðan ég er inni á vellinum. Ég veit að ég get alveg spilað handbolta og nú er bara að halda áfram að standa sig." Fyrsti leikur Stefáns með Rhein-Neckar Löwen var í bikarkeppninni gegn Magdeburg en kappinn fann lítið fyrir stressi í frumraun sinni á þýska handboltadúknum. „Mér leið mjög vel inni á vellinum, alveg frá fyrstu mínútu. Ég var búinn að undirbúa mig vel og þetta gekk bara eins og í sögu." Guðmundur Guðmundsson er löngu orðinn frægur fyrir sína ítarlegu myndbandsfundi og Stefán hefur setið þá nokkra síðan hann gekk til liðs við Löwen. „Gummi er auðvitað fagmaður og finnur lausnir við nánast öllu sem andstæðingurinn getur teflt fram. Að sitja slíka fundi með Gumma Gumm eru forréttindi," segir Stefán brosandi.Kominn með „staðgöngumóður" Mikill Íslendingabragur hefur verið á liði Rhein-Neckar Löwen undanfarin ár en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa allir leikið með liðinu. Núna er Alexander Petersson liðsfélagi Stefáns Rafns og svo þjálfar auðvitað Guðmundur Guðmundsson liðið. Stefán segir Íslendingana auðvelda mikið aðlögun sína í Þýskalandi. „Ég hef grætt helling á því að geta leitað til þeirra og það er óneitanlega þægilegra að hafa einhverja sem tala íslensku, svona rétt á meðan maður er að koma sér inn í tungumálið og menninguna. Ég er ekki byrjaður í þýskunámi enn þá en það stendur til bóta." Þrátt fyrir að vera ekki kominn nógu vel inn í tungumálið, segir Stefán að það sé engu að síður frekar auðvelt að komast inn í það tungumál sem notað er á handboltaæfingum. „Þetta er í grunninn allt sama þvaðrið, bara með örlitlum áherslubreytingum," segir Stefán léttur. Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal, eiginkona hans, búa örstutt frá Stefáni og hafa reynst hinum unga atvinnumanni vel. „Það er bara snilld að hafa þau á svæðinu og ég er mjög oft heima hjá þeim. Alex gefur mér góð ráð í handboltanum og Eivor er svo orðin „mamma mín" – alltaf tilbúin með ráð varðandi þvottavélina og svona þessa helstu hluti sem ungur maður eins og ég hefur ekki hundsvit á," segir Stefán hlæjandi. Stefán gefur lítið fyrir þá mýtu að einstæðir atvinnumenn í íþróttum séu miklir kvennaljómar. „Það er frekar rólegt í þessum málum, eiginlega bara pollrólegt. Ég er mikið í tölvunni eins og flestir ungir menn – kíki í Playstation-3 og horfi á kvikmyndir. Allt hitt dæmið er bara í fyrsta gír eins og er enda nægur tími til þess að skoða það seinna meir." Hjá Rhein-Neckar Löwen er valinn maður í hverju rúmi og nokkrir af betri handboltamönnum heims eru liðsfélagar Stefáns. Ungi Íslendingurinn fékk þó aldrei einhvers konar stjörnustæla frá liðsfélögum sínum. „Það voru allir mjög vinsamlegir og ekkert að pönkast í nýliðanum. Þetta er þéttur hópur og það eru allir leikmenn með fæturna kyrfilega fasta á jörðinni. Gummi er líka mjög jarðbundinn og með góðan fókus á verkefnið og það smitast út í leikmennina."Landsliðið stóra markmiðið Stefán spilaði mikið í skyttuhlutverkinu með Haukum en sú ákvörðun að einbeita sér algjörlega að vinstra horninu hefur heldur betur skilað sér. „Það var eitthvað smá vesen með skyttustöðuna hjá Haukum og því var ég að spila þar en ég er 100% hornamaður og hef verið alveg síðan í þriðja flokki. Ég er mjög ánægður með að hafa einbeitt mér að minni bestu stöðu." Íslendingar hafa alltaf átt frambærilega hornamenn og nú eru margir efnilegir leikmenn að banka á landsliðsdyrnar, ekki síst í vinstra horninu þar sem Stefán Rafn, Bjarki Már Elísson og Oddur Grétarsson eru fremstir meðal jafningja. Þeir þurfa þó að ryðja heimsklassaleikmanni úr veginum, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson hefur einokað þessa stöðu í mörg ár. „Eitt af mínum stóru markmiðum er að verða lykilmaður í landsliðinu og það hefur ekkert breyst. Gaui er enn þá ansi frambærilegur leikmaður en ég held bara áfram að mæta á æfingar, gera mitt besta og svo er bara að sjá hvort ég næ þessu markmiði eða ekki," segir Stefán að lokum. Handbolti Leikjavísir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni með þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen. Stefán Rafn gekk til liðs við stórlið Löwen frá Haukum í desember en þá var þessi 22 ára hornamaður markahæsti leikmaður N1-deildar karla. Alvarleg meiðsli þýska landsliðsmannsins Uwe Gensheimer urðu til þess að Stefán fékk símtal frá Mannheim og skömmu síðar var hann kominn í búning ljónanna og fór þar að auki beint inn í byrjunarliðið. „Þetta tók um tvær vikur en það var í raun aldrei spurning um að ég myndi fara út. Þetta er frábært lið með góða þjálfara og ég var handviss um að ég myndi bæta mig mikið hérna," segir Stefán við Fréttablaðið. Stefán segir það vissulega ansi stórt skref að fara úr N1-deildinni til toppliðs þýsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur aldrei farið í felur með þá áætlun sína að gerast atvinnumaður í handbolta. „Ég er náttúrulega nettur egóisti og stefndi alltaf hátt. En ég gat aldrei ímyndað mér að fyrsta skrefið mitt væri að koma hingað í svona rosalega sterkan klúbb. Þetta er bara frábært í alla staði."Mætti með kassann útþaninn Það voru ekki minnstu skórnir í handboltaheiminum sem Stefán þurfti að fylla en þýski töframaðurinn Uwe Geisheimer spilaði í vinstra horninu hjá Löwen áður en slitin hásin batt enda á tímabilið hjá honum. „Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem aðdáendur Löwen gjörsamlega dýrka en ég mætti bara tilbúinn í slaginn með kassann útþaninn – það þýðir ekkert annað. Það skiptir mig engu máli hvað hann er góður í handbolta á meðan ég er inni á vellinum. Ég veit að ég get alveg spilað handbolta og nú er bara að halda áfram að standa sig." Fyrsti leikur Stefáns með Rhein-Neckar Löwen var í bikarkeppninni gegn Magdeburg en kappinn fann lítið fyrir stressi í frumraun sinni á þýska handboltadúknum. „Mér leið mjög vel inni á vellinum, alveg frá fyrstu mínútu. Ég var búinn að undirbúa mig vel og þetta gekk bara eins og í sögu." Guðmundur Guðmundsson er löngu orðinn frægur fyrir sína ítarlegu myndbandsfundi og Stefán hefur setið þá nokkra síðan hann gekk til liðs við Löwen. „Gummi er auðvitað fagmaður og finnur lausnir við nánast öllu sem andstæðingurinn getur teflt fram. Að sitja slíka fundi með Gumma Gumm eru forréttindi," segir Stefán brosandi.Kominn með „staðgöngumóður" Mikill Íslendingabragur hefur verið á liði Rhein-Neckar Löwen undanfarin ár en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa allir leikið með liðinu. Núna er Alexander Petersson liðsfélagi Stefáns Rafns og svo þjálfar auðvitað Guðmundur Guðmundsson liðið. Stefán segir Íslendingana auðvelda mikið aðlögun sína í Þýskalandi. „Ég hef grætt helling á því að geta leitað til þeirra og það er óneitanlega þægilegra að hafa einhverja sem tala íslensku, svona rétt á meðan maður er að koma sér inn í tungumálið og menninguna. Ég er ekki byrjaður í þýskunámi enn þá en það stendur til bóta." Þrátt fyrir að vera ekki kominn nógu vel inn í tungumálið, segir Stefán að það sé engu að síður frekar auðvelt að komast inn í það tungumál sem notað er á handboltaæfingum. „Þetta er í grunninn allt sama þvaðrið, bara með örlitlum áherslubreytingum," segir Stefán léttur. Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal, eiginkona hans, búa örstutt frá Stefáni og hafa reynst hinum unga atvinnumanni vel. „Það er bara snilld að hafa þau á svæðinu og ég er mjög oft heima hjá þeim. Alex gefur mér góð ráð í handboltanum og Eivor er svo orðin „mamma mín" – alltaf tilbúin með ráð varðandi þvottavélina og svona þessa helstu hluti sem ungur maður eins og ég hefur ekki hundsvit á," segir Stefán hlæjandi. Stefán gefur lítið fyrir þá mýtu að einstæðir atvinnumenn í íþróttum séu miklir kvennaljómar. „Það er frekar rólegt í þessum málum, eiginlega bara pollrólegt. Ég er mikið í tölvunni eins og flestir ungir menn – kíki í Playstation-3 og horfi á kvikmyndir. Allt hitt dæmið er bara í fyrsta gír eins og er enda nægur tími til þess að skoða það seinna meir." Hjá Rhein-Neckar Löwen er valinn maður í hverju rúmi og nokkrir af betri handboltamönnum heims eru liðsfélagar Stefáns. Ungi Íslendingurinn fékk þó aldrei einhvers konar stjörnustæla frá liðsfélögum sínum. „Það voru allir mjög vinsamlegir og ekkert að pönkast í nýliðanum. Þetta er þéttur hópur og það eru allir leikmenn með fæturna kyrfilega fasta á jörðinni. Gummi er líka mjög jarðbundinn og með góðan fókus á verkefnið og það smitast út í leikmennina."Landsliðið stóra markmiðið Stefán spilaði mikið í skyttuhlutverkinu með Haukum en sú ákvörðun að einbeita sér algjörlega að vinstra horninu hefur heldur betur skilað sér. „Það var eitthvað smá vesen með skyttustöðuna hjá Haukum og því var ég að spila þar en ég er 100% hornamaður og hef verið alveg síðan í þriðja flokki. Ég er mjög ánægður með að hafa einbeitt mér að minni bestu stöðu." Íslendingar hafa alltaf átt frambærilega hornamenn og nú eru margir efnilegir leikmenn að banka á landsliðsdyrnar, ekki síst í vinstra horninu þar sem Stefán Rafn, Bjarki Már Elísson og Oddur Grétarsson eru fremstir meðal jafningja. Þeir þurfa þó að ryðja heimsklassaleikmanni úr veginum, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson hefur einokað þessa stöðu í mörg ár. „Eitt af mínum stóru markmiðum er að verða lykilmaður í landsliðinu og það hefur ekkert breyst. Gaui er enn þá ansi frambærilegur leikmaður en ég held bara áfram að mæta á æfingar, gera mitt besta og svo er bara að sjá hvort ég næ þessu markmiði eða ekki," segir Stefán að lokum.
Handbolti Leikjavísir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira