Að fórna vatni Stefán Jón Hafstein skrifar 25. mars 2013 00:01 Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun