Lagarfljót. In memoriam Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar