Sísý Ey kemur fram á Sónar í Barcelona Sara McMahon skrifar 12. mars 2013 06:00 Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og fjölbreyttan hóp tónlistarmanna sem koma fram á Sónar-tónlistarhátíðinni í Sumar. Fréttablaðið/Stefán „Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær Sónar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær
Sónar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira